Enski boltinn

United hefur tapað fleiri deildarleikjum en það hefur unnið síðan Solskjær var ráðinn til frambúðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Solskjær þakkar áhorfendum á Old Trafford fyrir stuðninginn.
Solskjær þakkar áhorfendum á Old Trafford fyrir stuðninginn. vísir/getty

Manchester United hefur tapað fleiri leikjum í ensku úrvalsdeildinni en það hefur unnið síðan Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar í mars í fyrra.

United laut í lægra haldi fyrir Burnley, 0-2, á heimavelli í gær. Þetta var tólfta deildartap liðsins síðan Solskjær skrifaði undir þriggja ára samning við það 29. mars 2019. Sigranir eru aðeins ellefu.



Solskjær var ráðinn bráðabirgðastjóri United skömmu fyrir jól 2018. Fyrst um sinn gekk liðinu allt í haginn og það vann 14 af fyrstu 19 leikjunum undir stjórn Norðmannsins.

Eftir að Solskjær var ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára hefur gengið illa hjá liðinu, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.

United er í 5. sæti deildarinnar með 34 stig, sex stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu.


Tengdar fréttir

Burnley sótti sigur á Old Trafford

Manchester United mistókst að minnka forskot Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tók á móti Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×