Fréttir Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41 Leit að ferðamönnum á Breiðamerkurjökli og fjölgun ofbeldisbrota Leit að tveimur ferðamönnum, sem lentu undir ísfargi í skoðunarferð á Breiðamerkurjökli í gær, hófst að nýju klukkan sjö í morgun. Við heyrum frá vettvangsstjóra í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.8.2024 11:29 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. Erlent 26.8.2024 11:00 Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.8.2024 10:19 Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Erlent 26.8.2024 08:25 Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18 Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Innlent 26.8.2024 07:35 Gæsluvarðhald framlengt yfir stofnanda Telegram Dómstóll í Frakklandi samþykkti í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir Pavel Durov, öðrum stofnanda samfélagsmiðilsins Telegram, en hann var handtekinn á flugvelli fyrir utan París á laugardag. Erlent 26.8.2024 07:28 Litlar breytingar á eldgosinu eftir nóttina Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Sundhnúka síðan í gærmorgun en mikil gosvirkni er á svæðinu. Enn gýs á tveimur sprungum og eru gýgbarmar farnir að hlaðast upp. Innlent 26.8.2024 07:25 Veður með rólegasta móti Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi. Veður 26.8.2024 07:13 Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Innlent 26.8.2024 06:57 Snarpur skjálfti á Suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti fannst víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Innlent 26.8.2024 00:03 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. Innlent 25.8.2024 23:56 Leggur til takmarkanir á aðgengi að nikótínpúðum Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. Innlent 25.8.2024 23:34 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.8.2024 22:24 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. Innlent 25.8.2024 22:10 Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Innlent 25.8.2024 20:24 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. Innlent 25.8.2024 19:42 Fólk fast í íshelli og stunguárás Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 25.8.2024 18:00 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Innlent 25.8.2024 16:01 Umfangsmikið viðbragð vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi. Innlent 25.8.2024 15:24 Hraðminnkandi mengun frá skemmtiferðaskipum á Akureyri Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt. Innlent 25.8.2024 15:06 Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05 Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Innlent 25.8.2024 14:43 Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Innlent 25.8.2024 13:16 Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Erlent 25.8.2024 12:32 Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Erlent 25.8.2024 12:06 Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Innlent 25.8.2024 12:01 Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 11:43 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 334 ›
Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41
Leit að ferðamönnum á Breiðamerkurjökli og fjölgun ofbeldisbrota Leit að tveimur ferðamönnum, sem lentu undir ísfargi í skoðunarferð á Breiðamerkurjökli í gær, hófst að nýju klukkan sjö í morgun. Við heyrum frá vettvangsstjóra í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.8.2024 11:29
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. Erlent 26.8.2024 11:00
Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.8.2024 10:19
Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Erlent 26.8.2024 08:25
Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18
Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Innlent 26.8.2024 07:35
Gæsluvarðhald framlengt yfir stofnanda Telegram Dómstóll í Frakklandi samþykkti í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir Pavel Durov, öðrum stofnanda samfélagsmiðilsins Telegram, en hann var handtekinn á flugvelli fyrir utan París á laugardag. Erlent 26.8.2024 07:28
Litlar breytingar á eldgosinu eftir nóttina Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Sundhnúka síðan í gærmorgun en mikil gosvirkni er á svæðinu. Enn gýs á tveimur sprungum og eru gýgbarmar farnir að hlaðast upp. Innlent 26.8.2024 07:25
Veður með rólegasta móti Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi. Veður 26.8.2024 07:13
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Innlent 26.8.2024 06:57
Snarpur skjálfti á Suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti fannst víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Innlent 26.8.2024 00:03
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. Innlent 25.8.2024 23:56
Leggur til takmarkanir á aðgengi að nikótínpúðum Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. Innlent 25.8.2024 23:34
Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.8.2024 22:24
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. Innlent 25.8.2024 22:10
Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Innlent 25.8.2024 20:24
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. Innlent 25.8.2024 19:42
Fólk fast í íshelli og stunguárás Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 25.8.2024 18:00
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Innlent 25.8.2024 16:01
Umfangsmikið viðbragð vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi. Innlent 25.8.2024 15:24
Hraðminnkandi mengun frá skemmtiferðaskipum á Akureyri Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt. Innlent 25.8.2024 15:06
Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05
Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Innlent 25.8.2024 14:43
Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Innlent 25.8.2024 13:16
Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Erlent 25.8.2024 12:32
Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Erlent 25.8.2024 12:06
Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Innlent 25.8.2024 12:01
Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 11:43
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent