Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2025 06:31 Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. Í samtali við þrjá Grindvíkinga, tvo brottflutta og einn aðfluttan, segja þeir að þeim líði vel í bænum, óttist ekki um öryggi sitt en að þörf sé á meiri þjónustu og skólahaldi til að þeir geti séð fyrir séð að flytja aftur heim til frambúðar. Mamma á leið heim fyrir jól Patrekur Ívar Björnsson er fæddur og uppalinn í Grindavík en flutti eftir rýmingu í nóvember 2023 til Akureyrar. Þar er hann enn búsettur með konu sinni og eins árs gamalli dóttur sinni. Hann íhugar nú alvarlega að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Ég flutti í bæinn í rúmlega mánuð og flutti svo til Akureyrar. Mamma er að flytja aftur til Grindavíkur núna og ætlar að reyna að vera komin fyrir jól og ég hef þess vegna bara verið að hugsa um að flytja aftur og hversu gott það væri að komast aftur heim,“ segir Patrekur Ívar. Patrekur Ívar með fjölskyldunni. Hann vonast til þess að geta flutt aftur heim fljótlega, þá ólíkt áður, með konu og barn. Aðsendar Hann hitti æskuvini sína nýlega í Grindavík. „Við fengum okkur nokkra bjóra og löbbuðum svo á milli húsa og manni leið bara eins og heima.“ Patrekur Ívar segir skólahald ekki skipta sig miklu máli eins og er, þegar stelpan hans er enn svona lítil. „En það væri ekkert mál ef stelpan væri í leikskóla í Njarðvík eða eitthvað svoleiðis. Ég ætlaði að fara að vinna aftur uppi á velli. Mamma er þar líka og við ætluðum bara að vinna á móti hvort öðru til að geta hugsað um stelpuna,“ segir Patrekur Ívar. Hann segist hafa heyrt af því að skólahald eigi að hefjast næsta haust og það séu margir að spá í því varðandi flutninga. Ekkert hafi þó verið staðfest. Hann viðurkennir þó að þegar stelpan eldist myndi hann vilja að hún gæti gengið í skóla í Grindavík ef þau byggju þar. Hann segir marga vilja fara heim en það skorti enn þjónustu. „Það eru ótrúlega margir sem vilja koma heim en það eru ekki margir með börn heima og það er engin þjónusta fyrir börnin eins og staðan er núna. Það eru mjög margar fjölskyldur sem ég veit af, bara sjálfur, sem vilja koma heim en það kannski vantar daggæslu eða dagmömmu. Um leið og þetta kemur held ég að fólk komi aftur,“ segir hann og að það sama gildi um matvöruverslun og aðra þjónustu. „Það hefur alltaf verið allavegana hugsunin mín að mig langi alltaf aftur,“ segir hann en að nú þurfi hann að taka til greina skoðun og líðan konu og barns. „Ég myndi alveg skilja það að hún myndi ekkert vilja fara til Grindavíkur, hún hefur aldrei búið í Grindavík en hún er alveg opin fyrir þessu. En það er alltaf eitthvað sem fylgir þessu, hún er eitthvað smeyk,“ segir hann og að það sé meira við sprungur en eldgos. Sérstaklega vegna þess að maður féll ofan í sprungu í janúar í fyrra. Upplifir ekki hættu í Grindavík Hann segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi í Grindavík. „Ég hef farið margoft í Grindavík síðan rýmingin var og aldrei upplifað neina hættu. Öll hættuleg svæði eru girt af. Einn æskuvinur minn er alveg fluttur aftur heim og svo eru aðrir mikið þarna vegna þess að foreldrar þeirra hafa gert hollvinasamning og eru því með aðstöðu til að vera þarna.“ Sama hvað gerist verði hann alltaf Grindvíkingur. „Sama hvar ég enda verð ég alltaf Grindvíkingur,“ segir hann og að hann hafi alltaf séð fyrir sér að fara aftur heim til Grindavíkur ef aðstæður leyfa. Eldgos frá rýmingu 2023. Eins og má sjá var síðasta eldgos í töluverðri fjarlægð frá Grindavík.Vísir/Sara Frá rýmingu í nóvember 2023 hafa verið níu eldgos á svæðinu og eitt þeirra svo nálægt Grindavík að þrjú hús brunnu þegar hraunið rann inn í bæinn. Síðasta eldgos var í sumar en Patrekur Ívar bendir á að það eldgos hafi í raun verið nær Vogum en Grindavík. Aðflutt en finnst Grindavík dásamleg Kristín Helga Kjaran flutti til Grindavíkur eftir að hafa verið búsett í Noregi í nokkur ár. Dóttir hennar á annað foreldri í Keflavík og stjúpsystkini og því hafi Grindavík orðið fyrir valinu. „Það er huggulegra umhverfið í Grindavík en í Keflavík, finnst mér.“ Hún segist hafa rætt ítarlega við leigusalann sinn áður en hún ákvað að leigja af honum. Hann hafi sjálfur flutt aftur í bæinn um leið og það mátti. „Það er fylgst svo ótrúlega vel með öllu hér. Minnstu hreyfingar og skjálftar eru komnir á netið strax þannig ég held það sé öruggara hér, það getur í raun gosið hvar sem er eða komið jarðskjálftar. Þetta er bara þannig land. Maður þarf að vera búinn fyrir ýmislegt. Ég held að það sé ekkert verra hér en annars staðar. Jafnvel öruggara bara.“ Kristín Helga og dóttir hennar njóti útiverunnar í Grindavík og næsta nágrenni afar mikið. Aðsendar Dóttir hennar sækir skóla í Keflavík en Kristín segir hana vilja vera í skóla í Grindavík ef það hefst að nýju næsta haust. „Henni finnst alveg geggjað hérna,“ segir Kristín og að þær mæðgur sjái fyrir sér að vera lengur. Spennandi náttúra Spurð hvort það sé einmanalegt í bænum segist hún ekki finna fyrir því. „Við erum rosa mikið náttúrufólk. Okkur finnst rosalega gott að vera úti í náttúrunni,“ segir hún og að stundum sé bara kostur hversu fáir séu á ferð í bænum. „Það er stutt í alls konar fjörur, Krýsuvík og hellana. Það er svo mikið af spennandi náttúru hér í kring. Kristín segir að á meðan dóttir hennar er í skóla í Keflavík sæki þær alla þjónustu eins og verslun, læknisþjónustu og annað þangað. Það taki aðeins korter eða tuttugu mínútur að aka á milli með því að fara Grindavíkurveginn. „Þetta er ekkert lengra en að fara á milli hverfa í Reykjavík. Þetta er þægilegur vegur, Grindavíkurvegurinn og svo fer maður bara upp á Reykjanesbrautina í nokkrar mínútur,“ segir hún og að það sé góð vetrarþjónusta á svæðinu. Þannig ykkur líður vel? „Mér finnst svo kósí menning í þessari leiguíbúð. Þeir eru fljótir til ef eitthvað er. Það eru nokkrir strákar í bænum, pípari og svoleiðis. Svo eru þetta allt vinagreiðar, allir næs og allir tilbúnir að hjálpa. Ég held það hafi eflaust með öll þessi áföll hérna að gera. Það hefur þjappað fólki saman. Fólk hjálpast að með allt hérna. Það er falleg náungamenning hérna.“ Bærinn er nú opinn og margir sem gista þar um helgar. Vísir/Vilhelm Vilja vera tilbúin fyrir haustið Í húsinu við hliðina á Kristínu er fólk sem flutti til Grindavíkur rétt fyrir rýmingu. Þau fluttu eftir það til Kópavogs en eru mikið í bænum og eru að gera húsið upp í Grindavík. „Það er svo skondið hvað Ísland er lítið. Þetta er fólk sem við þekktum að norðan,“ segir hún og hlær. Hún segir þetta fólk bíða þess að geta flutt aftur í bæinn en þau bíði, eins og margir, eftir því að til dæmis skólahald hefjist á ný. „Fólk er komið í vinnu annars staðar og krakkarnir í skóla. Það þarf að klára árið og koma í haust eða sumar. Það eru margir að plana að koma í sumar og vera tilbúnir fyrir haustið. Það er mikil spenna fyrir því að skólahald hefjist aftur held ég.“ Skrítið að sjá engar kisur Hún segir að þó svo að fáir búi í bænum sé oft mikið um að vera, sérstaklega um helgar, þegar margir dvelja í húsunum sínum og í sumar þegar fjöldi ferðamanna heimsótti bæinn. Tjaldsvæðið hafi verið fullt langt fram á haust. Þá séu reglulega haldnir körfuboltaleikir og pílumót. Sundlaugin sé opin í kringum þessa viðburði og sjoppan og bakaríið. „Það er meira fólk úti að labba um helgar og hundar á sveimi. Það er reyndar eitt af því skrítnasta við að búa hérna. Maður sér engar kisur en á móti er meira af fuglum,“ segir hún og að þær mæðgur hafi mikið spáð í þessu í göngutúrunum sínum í bænum. Hún segir mörgum hafa verið brugðið þegar hún tilkynnti þeim við heimkomu frá Noregi að hún ætlaði að flytja til Grindavíkur og margir spurt hvort hún upplifði ekki hræðslu. „En bara einmitt ekki. Það er svo vel fylgst með og passað upp á okkur. Mér líður alveg vel og eins og ég sé örugg.“ Hún segist þó vera með tösku tilbúna og þekki vel hvaða flóttaleiðir virki út úr bænum. „Með allar þær varnir sem eru komnar núna er það allt annað mál ef það gýs nálægt bænum heldur en þegar það gerði það fyrst. Þá var meira panikk. Við búum í Borgarhrauni sem er botnlangi en það er búið að gera malarvegi þannig við gætum í rauninni sniglast í gegnum hverfið og komist bakaleiðina út. En það eru líka margar leiðir inn og út úr Grindavík. Þannig ég hef engar áhyggjur af því þótt það gjósi. Þegar flautan fer í gang þá er alltaf nægur tími til að komast úr bænum áður en eitthvað hraun fer að nálgast byggð. Því við erum með allar þessar varnir.“ Fór aftur heim um leið og hann gat Páll Árni Pétursson sjómaður er eins og Patrekur Ívar, fæddur og uppalinn í bænum. Hann flutti heim um leið og færi gafst á. Hann fór eins og aðrir í rýmingu en fór ekki langt, eða til Innri-Njarðvíkur, þar sem börnin eru í skóla í dag. „Ég er á sjó í þrjár vikur og svo í landi og þá eru börnin hjá mér,“ segir Páll Árni sem á tvö börn með barnsmóður sinni en fær stundum það þriðja með úr fyrra sambandi hennar. Honum finnst æðislegt að vera í Grindavík og segir alltaf vera að aukast lífið í bænum. „Það vantar samt alveg meira af barnafólki, ég segi það ekki. Það má alveg vera meira.“ Hann er tvisvar í viku með gömlum félögum frá Grindavík í bumbubolta. Einhverjir eru fluttir aftur heim en aðrir koma annars staðar að á æfingu. Honum finnst margir vera að spá í því hvort og hvenær þeir komist aftur heim. „Það eru allir dálítið að bíða eftir næsta gosi, hvar það kemur upp, og ætla að taka ákvörðun eftir það. Ef það kemur upp á sömu slóðum og ógnar ekki bænum þá held ég að það muni bætast dálítið í hópinn eftir næsta gos.“ Hann segir auk þess marga vera búna að gera hollvinasamning við Þórkötlu og komi um helgar til að dvelja og fara í sund. „Ég held að þeim líði bara vel. Þetta er ekkert þannig að börnin fari út í garð og jörðin gleypi okkur. Þetta er ekkert svoleiðis,“ segir hann og að þegar Lúðvík Pétursson hafi fallið ofan í sprungu í janúar í fyrra hafi það í raun verið hræðilegt vinnuslys. Það svæði sé kyrfilega girt af og krakkar séu ekkert að vesenast þar. „Ég ólst hérna upp og var að leika í nágrenninu. Maður var að príla inn í hella og allskonar. Ég er ekki smeykur við þetta. Það skiptir auðvitað máli fyrir börnin hvernig við bregðumst við og það sama gildir um rýmingu. Þetta er ekki eins og snjóflóð. Maður er miklu hræddari við það. Ef þetta kemur upp þá hefurðu alltaf nógan tíma til að koma þér í burtu.“ Hann segir börnin elska að vera í Grindavík. Aðsend Gefur sér veturinn „Þetta kemur sér alveg vel fyrir mig. Ég er ekki nema 14 mínútur við að keyra börnin í skóla og leikskóla á morgnana. Systir mín býr í Keflavík og dóttir hennar er í körfubolta í Innri-Njarðvík. Það eru tíu tólf mínútur nokkrum sinnum í viku. Það eru skólabílar á Suðurlandi og krakkar eru vanir að vera í skólabíl í tuttugu mínútur.“ Hann segist hafa gefið sér þennan vetur en hann sé ekki viss um að hann ætli að vera annan vetur við þessar aðstæður. Hann bindi vonir við nýja stefnu um skólahald og segist ætla að kjósa hvern þann í kosningum í vor sem stefni á að koma skólanum aftur í gang í bænum. „Ég ætla að kjósa það fólk sem segist ætla að hefja skólahald. Ekki nema eitthvað annað komi upp á og þá er þetta kannski bara búið. En ef þetta helst óbreytt og kemur svona á einhverra mánaða fresti á þessum slóðum þá er vel hægt að búa við þetta. Þetta var miklu nær Vogunum en Grindavík síðast.“ Páll Árni er tilbúinn með tösku eins og Kristín Helga og segist í góðu samráði við barnsmóður sína um að þegar það er útlit fyrir að það gæti verið stutt í gos séu börnin frekar í Keflavík en í Grindavík. Hann hafi þannig aldrei þurft að rýma með börnin með sér. „Ég fór náttúrulega með þau tíunda nóvember, ég var með þau heima, en bara um sexleytið og það voru engar bjöllur eða læti þá og enginn í panikki. Við fórum upp í sumarbústað.“ Páll Árni er búinn að skreyta heimilið fallega fyrir jólin. Aðsend Gott en verður aldrei eins Hann segir börnin elska að vera í Grindavík „Ef maður væri í einhverjum vafa með það hvort að þau væru eitthvað hrædd, óörugg eða kvíðin eða eitthvað myndi maður aldrei pæla í þessu, en þau vilja bara vera og lúlla í Grindavík. Þau eiga bara heima í Grindavík og tala þannig.“ Hann segist upplifa mikla samheldni meðal Grindvíkinga í kjölfar þessara áfalla. Það sé gott að upplifa það síðustu vikur að fólk vilji vera í bænum, það hafi verið fjölmennt á heimaleikjum og á fjörugum föstudegi í síðustu viku. „Það var stappað af fólki í bænum, ball og Ingó að spila á Papas. Það var fullt af fólki í bænum og rosalega gaman, eins og er alltaf þegar Grindvíkingar hittast,“ segir hann og að það sé jafnframt mikil spenna fyrir þorrablótinu sem verður haldið í Grindavík eftir áramót. Margir séu að gera hollvinasamning núna svo þeir geti verið heima þegar það á sér stað. „Ég hef aldrei fært lögheimili mitt og er mikill Grindvíkingur og þrái ekkert heitar en að sjá bæinn minn blómstra á ný. Þetta verður auðvitað aldrei eins en það þýðir ekki að það verði ekki gott að vera þarna“ Kynna endurkaupaáætlun á nýju ári Samkvæmt upplýsingum frá Þórkötlu fasteignafélagi hafa félaginu frá stofnun þess alls borist 1000 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði, 29 umsóknir um greiðslu á búseturétti og 13 umsóknir um kaup á öðru húsnæði. Samkvæmt heimasíðu félagsins er heildarfjöldi þeirra eigna sem geta fallið undir úrræðið um 1000. Félagið hefur samþykkt kaup á 958 eignum og gengið frá kaupum á 950 eignum. Þá hefur félagið tekið við 935 eignum og gengið frá 930 afsölum. Margir bíða nú eftir næsta gosi til að sjá hvar það kemur upp og hver áhrifin verða á bæinn. Vísir/Vilhelm Samkvæmt svörum frá félaginu hefur það auk þess gengið til samninga um 230 hollvinasamninga. Þar af eru 214 frágengnir og fjórtán í vinnslu. „Af þeim eru tæpur helmingur eða nærri 115 með gistiviðauka, 205 frágengnir og átta í vinnslu,“ segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórkötlu. Hann segir sölu eigna til fyrri eigenda ekki hafna en unnið sé að endurkaupaáætlun sem verði kynnt á næsta ári. Samkvæmt henni verði gert ráð fyrir að hefja sölu eigna til fyrri eigenda í Grindavík um mitt næsta ár, ef staða eldsumbrota leyfir. Í könnun sem Þórkatla framkvæmdi meðal þeirra sem hafa selt eignir sínar til félagsins kom fram í sumar að um 45% Grindvíkinga töldu líklegt að þau myndu snúa aftur í bæinn þegar eldsumbrotin væru yfirstaðin og 38 prósent ólíklegt að það myndi gerast. Meðal svarenda 39 ára og yngri töldu 58 prósent líklegt að þau myndu snúa aftur til Grindavíkur. Meirihluti sagðist vilja fara aftur í sína eign. Um 505 svöruðu könnuninni. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Féll í sprungu í Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Í samtali við þrjá Grindvíkinga, tvo brottflutta og einn aðfluttan, segja þeir að þeim líði vel í bænum, óttist ekki um öryggi sitt en að þörf sé á meiri þjónustu og skólahaldi til að þeir geti séð fyrir séð að flytja aftur heim til frambúðar. Mamma á leið heim fyrir jól Patrekur Ívar Björnsson er fæddur og uppalinn í Grindavík en flutti eftir rýmingu í nóvember 2023 til Akureyrar. Þar er hann enn búsettur með konu sinni og eins árs gamalli dóttur sinni. Hann íhugar nú alvarlega að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Ég flutti í bæinn í rúmlega mánuð og flutti svo til Akureyrar. Mamma er að flytja aftur til Grindavíkur núna og ætlar að reyna að vera komin fyrir jól og ég hef þess vegna bara verið að hugsa um að flytja aftur og hversu gott það væri að komast aftur heim,“ segir Patrekur Ívar. Patrekur Ívar með fjölskyldunni. Hann vonast til þess að geta flutt aftur heim fljótlega, þá ólíkt áður, með konu og barn. Aðsendar Hann hitti æskuvini sína nýlega í Grindavík. „Við fengum okkur nokkra bjóra og löbbuðum svo á milli húsa og manni leið bara eins og heima.“ Patrekur Ívar segir skólahald ekki skipta sig miklu máli eins og er, þegar stelpan hans er enn svona lítil. „En það væri ekkert mál ef stelpan væri í leikskóla í Njarðvík eða eitthvað svoleiðis. Ég ætlaði að fara að vinna aftur uppi á velli. Mamma er þar líka og við ætluðum bara að vinna á móti hvort öðru til að geta hugsað um stelpuna,“ segir Patrekur Ívar. Hann segist hafa heyrt af því að skólahald eigi að hefjast næsta haust og það séu margir að spá í því varðandi flutninga. Ekkert hafi þó verið staðfest. Hann viðurkennir þó að þegar stelpan eldist myndi hann vilja að hún gæti gengið í skóla í Grindavík ef þau byggju þar. Hann segir marga vilja fara heim en það skorti enn þjónustu. „Það eru ótrúlega margir sem vilja koma heim en það eru ekki margir með börn heima og það er engin þjónusta fyrir börnin eins og staðan er núna. Það eru mjög margar fjölskyldur sem ég veit af, bara sjálfur, sem vilja koma heim en það kannski vantar daggæslu eða dagmömmu. Um leið og þetta kemur held ég að fólk komi aftur,“ segir hann og að það sama gildi um matvöruverslun og aðra þjónustu. „Það hefur alltaf verið allavegana hugsunin mín að mig langi alltaf aftur,“ segir hann en að nú þurfi hann að taka til greina skoðun og líðan konu og barns. „Ég myndi alveg skilja það að hún myndi ekkert vilja fara til Grindavíkur, hún hefur aldrei búið í Grindavík en hún er alveg opin fyrir þessu. En það er alltaf eitthvað sem fylgir þessu, hún er eitthvað smeyk,“ segir hann og að það sé meira við sprungur en eldgos. Sérstaklega vegna þess að maður féll ofan í sprungu í janúar í fyrra. Upplifir ekki hættu í Grindavík Hann segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi í Grindavík. „Ég hef farið margoft í Grindavík síðan rýmingin var og aldrei upplifað neina hættu. Öll hættuleg svæði eru girt af. Einn æskuvinur minn er alveg fluttur aftur heim og svo eru aðrir mikið þarna vegna þess að foreldrar þeirra hafa gert hollvinasamning og eru því með aðstöðu til að vera þarna.“ Sama hvað gerist verði hann alltaf Grindvíkingur. „Sama hvar ég enda verð ég alltaf Grindvíkingur,“ segir hann og að hann hafi alltaf séð fyrir sér að fara aftur heim til Grindavíkur ef aðstæður leyfa. Eldgos frá rýmingu 2023. Eins og má sjá var síðasta eldgos í töluverðri fjarlægð frá Grindavík.Vísir/Sara Frá rýmingu í nóvember 2023 hafa verið níu eldgos á svæðinu og eitt þeirra svo nálægt Grindavík að þrjú hús brunnu þegar hraunið rann inn í bæinn. Síðasta eldgos var í sumar en Patrekur Ívar bendir á að það eldgos hafi í raun verið nær Vogum en Grindavík. Aðflutt en finnst Grindavík dásamleg Kristín Helga Kjaran flutti til Grindavíkur eftir að hafa verið búsett í Noregi í nokkur ár. Dóttir hennar á annað foreldri í Keflavík og stjúpsystkini og því hafi Grindavík orðið fyrir valinu. „Það er huggulegra umhverfið í Grindavík en í Keflavík, finnst mér.“ Hún segist hafa rætt ítarlega við leigusalann sinn áður en hún ákvað að leigja af honum. Hann hafi sjálfur flutt aftur í bæinn um leið og það mátti. „Það er fylgst svo ótrúlega vel með öllu hér. Minnstu hreyfingar og skjálftar eru komnir á netið strax þannig ég held það sé öruggara hér, það getur í raun gosið hvar sem er eða komið jarðskjálftar. Þetta er bara þannig land. Maður þarf að vera búinn fyrir ýmislegt. Ég held að það sé ekkert verra hér en annars staðar. Jafnvel öruggara bara.“ Kristín Helga og dóttir hennar njóti útiverunnar í Grindavík og næsta nágrenni afar mikið. Aðsendar Dóttir hennar sækir skóla í Keflavík en Kristín segir hana vilja vera í skóla í Grindavík ef það hefst að nýju næsta haust. „Henni finnst alveg geggjað hérna,“ segir Kristín og að þær mæðgur sjái fyrir sér að vera lengur. Spennandi náttúra Spurð hvort það sé einmanalegt í bænum segist hún ekki finna fyrir því. „Við erum rosa mikið náttúrufólk. Okkur finnst rosalega gott að vera úti í náttúrunni,“ segir hún og að stundum sé bara kostur hversu fáir séu á ferð í bænum. „Það er stutt í alls konar fjörur, Krýsuvík og hellana. Það er svo mikið af spennandi náttúru hér í kring. Kristín segir að á meðan dóttir hennar er í skóla í Keflavík sæki þær alla þjónustu eins og verslun, læknisþjónustu og annað þangað. Það taki aðeins korter eða tuttugu mínútur að aka á milli með því að fara Grindavíkurveginn. „Þetta er ekkert lengra en að fara á milli hverfa í Reykjavík. Þetta er þægilegur vegur, Grindavíkurvegurinn og svo fer maður bara upp á Reykjanesbrautina í nokkrar mínútur,“ segir hún og að það sé góð vetrarþjónusta á svæðinu. Þannig ykkur líður vel? „Mér finnst svo kósí menning í þessari leiguíbúð. Þeir eru fljótir til ef eitthvað er. Það eru nokkrir strákar í bænum, pípari og svoleiðis. Svo eru þetta allt vinagreiðar, allir næs og allir tilbúnir að hjálpa. Ég held það hafi eflaust með öll þessi áföll hérna að gera. Það hefur þjappað fólki saman. Fólk hjálpast að með allt hérna. Það er falleg náungamenning hérna.“ Bærinn er nú opinn og margir sem gista þar um helgar. Vísir/Vilhelm Vilja vera tilbúin fyrir haustið Í húsinu við hliðina á Kristínu er fólk sem flutti til Grindavíkur rétt fyrir rýmingu. Þau fluttu eftir það til Kópavogs en eru mikið í bænum og eru að gera húsið upp í Grindavík. „Það er svo skondið hvað Ísland er lítið. Þetta er fólk sem við þekktum að norðan,“ segir hún og hlær. Hún segir þetta fólk bíða þess að geta flutt aftur í bæinn en þau bíði, eins og margir, eftir því að til dæmis skólahald hefjist á ný. „Fólk er komið í vinnu annars staðar og krakkarnir í skóla. Það þarf að klára árið og koma í haust eða sumar. Það eru margir að plana að koma í sumar og vera tilbúnir fyrir haustið. Það er mikil spenna fyrir því að skólahald hefjist aftur held ég.“ Skrítið að sjá engar kisur Hún segir að þó svo að fáir búi í bænum sé oft mikið um að vera, sérstaklega um helgar, þegar margir dvelja í húsunum sínum og í sumar þegar fjöldi ferðamanna heimsótti bæinn. Tjaldsvæðið hafi verið fullt langt fram á haust. Þá séu reglulega haldnir körfuboltaleikir og pílumót. Sundlaugin sé opin í kringum þessa viðburði og sjoppan og bakaríið. „Það er meira fólk úti að labba um helgar og hundar á sveimi. Það er reyndar eitt af því skrítnasta við að búa hérna. Maður sér engar kisur en á móti er meira af fuglum,“ segir hún og að þær mæðgur hafi mikið spáð í þessu í göngutúrunum sínum í bænum. Hún segir mörgum hafa verið brugðið þegar hún tilkynnti þeim við heimkomu frá Noregi að hún ætlaði að flytja til Grindavíkur og margir spurt hvort hún upplifði ekki hræðslu. „En bara einmitt ekki. Það er svo vel fylgst með og passað upp á okkur. Mér líður alveg vel og eins og ég sé örugg.“ Hún segist þó vera með tösku tilbúna og þekki vel hvaða flóttaleiðir virki út úr bænum. „Með allar þær varnir sem eru komnar núna er það allt annað mál ef það gýs nálægt bænum heldur en þegar það gerði það fyrst. Þá var meira panikk. Við búum í Borgarhrauni sem er botnlangi en það er búið að gera malarvegi þannig við gætum í rauninni sniglast í gegnum hverfið og komist bakaleiðina út. En það eru líka margar leiðir inn og út úr Grindavík. Þannig ég hef engar áhyggjur af því þótt það gjósi. Þegar flautan fer í gang þá er alltaf nægur tími til að komast úr bænum áður en eitthvað hraun fer að nálgast byggð. Því við erum með allar þessar varnir.“ Fór aftur heim um leið og hann gat Páll Árni Pétursson sjómaður er eins og Patrekur Ívar, fæddur og uppalinn í bænum. Hann flutti heim um leið og færi gafst á. Hann fór eins og aðrir í rýmingu en fór ekki langt, eða til Innri-Njarðvíkur, þar sem börnin eru í skóla í dag. „Ég er á sjó í þrjár vikur og svo í landi og þá eru börnin hjá mér,“ segir Páll Árni sem á tvö börn með barnsmóður sinni en fær stundum það þriðja með úr fyrra sambandi hennar. Honum finnst æðislegt að vera í Grindavík og segir alltaf vera að aukast lífið í bænum. „Það vantar samt alveg meira af barnafólki, ég segi það ekki. Það má alveg vera meira.“ Hann er tvisvar í viku með gömlum félögum frá Grindavík í bumbubolta. Einhverjir eru fluttir aftur heim en aðrir koma annars staðar að á æfingu. Honum finnst margir vera að spá í því hvort og hvenær þeir komist aftur heim. „Það eru allir dálítið að bíða eftir næsta gosi, hvar það kemur upp, og ætla að taka ákvörðun eftir það. Ef það kemur upp á sömu slóðum og ógnar ekki bænum þá held ég að það muni bætast dálítið í hópinn eftir næsta gos.“ Hann segir auk þess marga vera búna að gera hollvinasamning við Þórkötlu og komi um helgar til að dvelja og fara í sund. „Ég held að þeim líði bara vel. Þetta er ekkert þannig að börnin fari út í garð og jörðin gleypi okkur. Þetta er ekkert svoleiðis,“ segir hann og að þegar Lúðvík Pétursson hafi fallið ofan í sprungu í janúar í fyrra hafi það í raun verið hræðilegt vinnuslys. Það svæði sé kyrfilega girt af og krakkar séu ekkert að vesenast þar. „Ég ólst hérna upp og var að leika í nágrenninu. Maður var að príla inn í hella og allskonar. Ég er ekki smeykur við þetta. Það skiptir auðvitað máli fyrir börnin hvernig við bregðumst við og það sama gildir um rýmingu. Þetta er ekki eins og snjóflóð. Maður er miklu hræddari við það. Ef þetta kemur upp þá hefurðu alltaf nógan tíma til að koma þér í burtu.“ Hann segir börnin elska að vera í Grindavík. Aðsend Gefur sér veturinn „Þetta kemur sér alveg vel fyrir mig. Ég er ekki nema 14 mínútur við að keyra börnin í skóla og leikskóla á morgnana. Systir mín býr í Keflavík og dóttir hennar er í körfubolta í Innri-Njarðvík. Það eru tíu tólf mínútur nokkrum sinnum í viku. Það eru skólabílar á Suðurlandi og krakkar eru vanir að vera í skólabíl í tuttugu mínútur.“ Hann segist hafa gefið sér þennan vetur en hann sé ekki viss um að hann ætli að vera annan vetur við þessar aðstæður. Hann bindi vonir við nýja stefnu um skólahald og segist ætla að kjósa hvern þann í kosningum í vor sem stefni á að koma skólanum aftur í gang í bænum. „Ég ætla að kjósa það fólk sem segist ætla að hefja skólahald. Ekki nema eitthvað annað komi upp á og þá er þetta kannski bara búið. En ef þetta helst óbreytt og kemur svona á einhverra mánaða fresti á þessum slóðum þá er vel hægt að búa við þetta. Þetta var miklu nær Vogunum en Grindavík síðast.“ Páll Árni er tilbúinn með tösku eins og Kristín Helga og segist í góðu samráði við barnsmóður sína um að þegar það er útlit fyrir að það gæti verið stutt í gos séu börnin frekar í Keflavík en í Grindavík. Hann hafi þannig aldrei þurft að rýma með börnin með sér. „Ég fór náttúrulega með þau tíunda nóvember, ég var með þau heima, en bara um sexleytið og það voru engar bjöllur eða læti þá og enginn í panikki. Við fórum upp í sumarbústað.“ Páll Árni er búinn að skreyta heimilið fallega fyrir jólin. Aðsend Gott en verður aldrei eins Hann segir börnin elska að vera í Grindavík „Ef maður væri í einhverjum vafa með það hvort að þau væru eitthvað hrædd, óörugg eða kvíðin eða eitthvað myndi maður aldrei pæla í þessu, en þau vilja bara vera og lúlla í Grindavík. Þau eiga bara heima í Grindavík og tala þannig.“ Hann segist upplifa mikla samheldni meðal Grindvíkinga í kjölfar þessara áfalla. Það sé gott að upplifa það síðustu vikur að fólk vilji vera í bænum, það hafi verið fjölmennt á heimaleikjum og á fjörugum föstudegi í síðustu viku. „Það var stappað af fólki í bænum, ball og Ingó að spila á Papas. Það var fullt af fólki í bænum og rosalega gaman, eins og er alltaf þegar Grindvíkingar hittast,“ segir hann og að það sé jafnframt mikil spenna fyrir þorrablótinu sem verður haldið í Grindavík eftir áramót. Margir séu að gera hollvinasamning núna svo þeir geti verið heima þegar það á sér stað. „Ég hef aldrei fært lögheimili mitt og er mikill Grindvíkingur og þrái ekkert heitar en að sjá bæinn minn blómstra á ný. Þetta verður auðvitað aldrei eins en það þýðir ekki að það verði ekki gott að vera þarna“ Kynna endurkaupaáætlun á nýju ári Samkvæmt upplýsingum frá Þórkötlu fasteignafélagi hafa félaginu frá stofnun þess alls borist 1000 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði, 29 umsóknir um greiðslu á búseturétti og 13 umsóknir um kaup á öðru húsnæði. Samkvæmt heimasíðu félagsins er heildarfjöldi þeirra eigna sem geta fallið undir úrræðið um 1000. Félagið hefur samþykkt kaup á 958 eignum og gengið frá kaupum á 950 eignum. Þá hefur félagið tekið við 935 eignum og gengið frá 930 afsölum. Margir bíða nú eftir næsta gosi til að sjá hvar það kemur upp og hver áhrifin verða á bæinn. Vísir/Vilhelm Samkvæmt svörum frá félaginu hefur það auk þess gengið til samninga um 230 hollvinasamninga. Þar af eru 214 frágengnir og fjórtán í vinnslu. „Af þeim eru tæpur helmingur eða nærri 115 með gistiviðauka, 205 frágengnir og átta í vinnslu,“ segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórkötlu. Hann segir sölu eigna til fyrri eigenda ekki hafna en unnið sé að endurkaupaáætlun sem verði kynnt á næsta ári. Samkvæmt henni verði gert ráð fyrir að hefja sölu eigna til fyrri eigenda í Grindavík um mitt næsta ár, ef staða eldsumbrota leyfir. Í könnun sem Þórkatla framkvæmdi meðal þeirra sem hafa selt eignir sínar til félagsins kom fram í sumar að um 45% Grindvíkinga töldu líklegt að þau myndu snúa aftur í bæinn þegar eldsumbrotin væru yfirstaðin og 38 prósent ólíklegt að það myndi gerast. Meðal svarenda 39 ára og yngri töldu 58 prósent líklegt að þau myndu snúa aftur til Grindavíkur. Meirihluti sagðist vilja fara aftur í sína eign. Um 505 svöruðu könnuninni.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Féll í sprungu í Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira