Fréttir Lægð nálgast landið í nótt og gular viðvaranir á morgun Gular veðurviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og miðhálendi um og upp úr hádegi á morgun vegna hvassviðris. Á Suðurlandi er búist við austan og suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi þar sem vindhviður geta nálgast allt að 40 metrum á sekúndu. Veður 15.9.2024 16:25 Oddviti segist ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 15.9.2024 16:01 Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 15.9.2024 15:45 Félagsfræðiprófessor dregur upp svarta mynd af þróun samfélagsins Viðar Halldórsson, prófessor i félagsfræði við Háskóla Íslands telur samfélagið vera á slæmri vegferð og að grafið hafi verið undan félagslegu heilbrigði þess. Aukinn einmanaleiki, kvíði, kulnun og misskipting séu til marks um þetta sem og vaxandi skautun. Innlent 15.9.2024 14:14 Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Innlent 15.9.2024 13:05 Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Innlent 15.9.2024 12:29 Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Erlent 15.9.2024 12:18 Deilt um fjárlög, einmanaleiki og réttir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Innlent 15.9.2024 11:42 Ótrúlegt ef Sjálfstæðismenn ætli að hoppa á Miðflokksvagninn Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins finnst ótrúlegt að fólk ætli að hoppa á vagn Miðflokksins sé það ekki ánægt með stefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinnu flokksins síðasta kjörtímabilið. Innlent 15.9.2024 11:02 Vill ekki ræða verðmiðann Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Erlent 15.9.2024 10:39 Vond tilfinning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar „Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti. Innlent 15.9.2024 10:00 Handtekinn eftir eftirför úr miðbæ í Mosfellsbæ Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 15.9.2024 09:51 Staða stjórnmála, Búrfellsvirkjun og niðurskurðarstefna í opinberum rekstri Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræðir rannsóknir sínar á nútímasamfélagi sem hann segir grafa undan sjálfu sér með áherslum sem valda einangrun og firringu, fremur en samkennd og samstöðu. Innlent 15.9.2024 09:42 Rigning, slydda og jafnvel snjókoma norðaustanlands Í dag verður norðan og norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Þá verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Í kvöld á svo að lægja. Hiti verður líklega í dag á bilinu 3 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands. Veður 15.9.2024 08:39 Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Erlent 15.9.2024 07:43 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Innlent 15.9.2024 07:27 Dyraverðir grunaðir um alvarlega líkamsárás Dyraverðir skemmtistaðar í miðbænum voru handteknir í nótt grunaðir um alvarlega líkamsárás samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að málið sé í rannsókn og að margir hafi orðið vitni að árásinni. Innlent 15.9.2024 07:08 Fjöldi fyrirtækja á skiltum mótmælenda Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu. Innlent 14.9.2024 22:06 Keypti miða á Hólmavík og vann níu milljónir Miðaeigandi í Lottói kvöldsins vann rúmar 8,9 milljónir í kvöld, en hann var sá eini sem hlaut fyrsta vinning. Miðann keypti hann í Krambúðinni á Hólmavík. Innlent 14.9.2024 21:20 Sérsveitin til aðstoðar við eftirför í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæði veitti ökumanni á mótórhjóli eftirför í Mosfellsbæ með nokkrum hasar um klukkan hálf sex í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 14.9.2024 21:15 Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Innlent 14.9.2024 20:05 Skiptust á stríðsföngum Tvö hundruð og sex voru látnir lausir þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á stríðsföngum í dag. Einn sagðist finna fyrir miklum létti en nokkrir þeirra hafa verið í haldi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Innlent 14.9.2024 19:03 Kostnaður við vaxtahækkanir og umdeild stytta Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Innlent 14.9.2024 18:01 Sagður hafa veifað hníf í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í fréttatilkynningu að tilkynning hafi borist um mann í miðborginni sem hafi veifað hníf í dag. Innlent 14.9.2024 18:01 Ósáttur með misvísandi svör um 400 þúsund króna reikning Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins. Innlent 14.9.2024 17:08 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Innlent 14.9.2024 15:19 Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Innlent 14.9.2024 15:06 Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. Innlent 14.9.2024 15:05 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. Innlent 14.9.2024 14:04 « ‹ 147 148 149 150 151 152 153 154 155 … 334 ›
Lægð nálgast landið í nótt og gular viðvaranir á morgun Gular veðurviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og miðhálendi um og upp úr hádegi á morgun vegna hvassviðris. Á Suðurlandi er búist við austan og suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi þar sem vindhviður geta nálgast allt að 40 metrum á sekúndu. Veður 15.9.2024 16:25
Oddviti segist ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 15.9.2024 16:01
Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 15.9.2024 15:45
Félagsfræðiprófessor dregur upp svarta mynd af þróun samfélagsins Viðar Halldórsson, prófessor i félagsfræði við Háskóla Íslands telur samfélagið vera á slæmri vegferð og að grafið hafi verið undan félagslegu heilbrigði þess. Aukinn einmanaleiki, kvíði, kulnun og misskipting séu til marks um þetta sem og vaxandi skautun. Innlent 15.9.2024 14:14
Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Innlent 15.9.2024 13:05
Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Innlent 15.9.2024 12:29
Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Erlent 15.9.2024 12:18
Deilt um fjárlög, einmanaleiki og réttir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Innlent 15.9.2024 11:42
Ótrúlegt ef Sjálfstæðismenn ætli að hoppa á Miðflokksvagninn Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins finnst ótrúlegt að fólk ætli að hoppa á vagn Miðflokksins sé það ekki ánægt með stefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinnu flokksins síðasta kjörtímabilið. Innlent 15.9.2024 11:02
Vill ekki ræða verðmiðann Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Erlent 15.9.2024 10:39
Vond tilfinning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar „Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti. Innlent 15.9.2024 10:00
Handtekinn eftir eftirför úr miðbæ í Mosfellsbæ Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 15.9.2024 09:51
Staða stjórnmála, Búrfellsvirkjun og niðurskurðarstefna í opinberum rekstri Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræðir rannsóknir sínar á nútímasamfélagi sem hann segir grafa undan sjálfu sér með áherslum sem valda einangrun og firringu, fremur en samkennd og samstöðu. Innlent 15.9.2024 09:42
Rigning, slydda og jafnvel snjókoma norðaustanlands Í dag verður norðan og norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Þá verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Í kvöld á svo að lægja. Hiti verður líklega í dag á bilinu 3 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands. Veður 15.9.2024 08:39
Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Erlent 15.9.2024 07:43
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Innlent 15.9.2024 07:27
Dyraverðir grunaðir um alvarlega líkamsárás Dyraverðir skemmtistaðar í miðbænum voru handteknir í nótt grunaðir um alvarlega líkamsárás samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að málið sé í rannsókn og að margir hafi orðið vitni að árásinni. Innlent 15.9.2024 07:08
Fjöldi fyrirtækja á skiltum mótmælenda Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu. Innlent 14.9.2024 22:06
Keypti miða á Hólmavík og vann níu milljónir Miðaeigandi í Lottói kvöldsins vann rúmar 8,9 milljónir í kvöld, en hann var sá eini sem hlaut fyrsta vinning. Miðann keypti hann í Krambúðinni á Hólmavík. Innlent 14.9.2024 21:20
Sérsveitin til aðstoðar við eftirför í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæði veitti ökumanni á mótórhjóli eftirför í Mosfellsbæ með nokkrum hasar um klukkan hálf sex í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 14.9.2024 21:15
Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Innlent 14.9.2024 20:05
Skiptust á stríðsföngum Tvö hundruð og sex voru látnir lausir þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á stríðsföngum í dag. Einn sagðist finna fyrir miklum létti en nokkrir þeirra hafa verið í haldi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Innlent 14.9.2024 19:03
Kostnaður við vaxtahækkanir og umdeild stytta Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Innlent 14.9.2024 18:01
Sagður hafa veifað hníf í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í fréttatilkynningu að tilkynning hafi borist um mann í miðborginni sem hafi veifað hníf í dag. Innlent 14.9.2024 18:01
Ósáttur með misvísandi svör um 400 þúsund króna reikning Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins. Innlent 14.9.2024 17:08
Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Innlent 14.9.2024 15:19
Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Innlent 14.9.2024 15:06
Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. Innlent 14.9.2024 15:05
Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. Innlent 14.9.2024 14:04