Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 16:37 Snorrabraut 79 og Flóki by Guesthouse Reykjavík eru innsigluð. Samsett Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. „Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum. Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira