Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 17:50 Ferðamenn á Þingvöllum. Vísir/Arnar Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“ Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“
Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira