Fréttir

Kennari í Breið­holti er Reyk­víkingur ársins

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn.

Innlent

Bið­tími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítil­lega

Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. 

Innlent

„Þessi van­trausts­til­laga verður felld“

Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun.

Innlent

Launa­þróun æðstu em­bættis­manna eigi að fylgja öðrum launum

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“

Innlent

Tók langan tíma að finna upp­runa ammoníak­lekans

Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag.

Innlent

Þreyta vegna um­ræðunnar um um­hverfis­mál

Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag.

Innlent

Tók 38 prósent bótanna og þarf að endur­greiða hundruð þúsunda

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 400 þúsund krónur vegna óhæfilegrar þóknunar sem hann tók fyrir lögmannsþjónustu vegna uppgjörs slysabóta. Eftir fullnaðaruppgjör við Ómar hélt konan aðeins 62 prósentum af bótum sem vátryggingafélag greiddi henni.

Innlent

Varar við auknu of­beldi í leigu­bif­reiðum

Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast.

Innlent

Sam­einað sveitar­fé­lag heitir Vestur­byggð

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní.

Innlent

Meta hvort hægt sé að bjarga ein­hverjum fatnaði

Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði.

Innlent

Tón­leika­hald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til

Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af.

Innlent

Niður­rif í Grinda­vík og fegnir leigu­bíl­stjórar

Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn.

Innlent

Ungur breskur maður týndur á Tenerife

Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG.

Erlent

Einn ofn úti og grunur um reyk­eitrun

Eldur kviknaði í kísilveri Elkem á Grundartanga í gærkvöldi þegar málmur flæddi upp úr einum þriggja ljósbogaofna fyrirtækisins. Ofninum hefur verið lokað og einn starfsmaður leitaði á spítala vegna gruns um reykeitrun. Betur fór en á horfist og allir komust heilir heim.

Innlent