Innlent

Stór­felld líkams­á­rás og ráðist á dyra­vörð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars mann í miðbænum sem hafði slegið dyravörð hnefahöggi.

Annar var handtekinn eftir að hafa brugðist illa við þegar hann var vakinn á skemmtistað, neitað að gefa upp persónuupplýsingar og haft uppi ógnandi tilburði.

Þá var tilkynnt um stórfellda líkamsárás á bar í Kópavogi og einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Það mál er í rannsókn.

Einn var handtekinn fyrir vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna og brot gegn barnaverndarlögum og þá var tilkynnt um mögulega framleiðslu fíkniefna í iðnaðarhúsnæði. Sá grunur reyndist á rökum reistum og er málið í rannsókn.

Tvö umferðarslys áttu sér stað þar sem bifreið var ekið á ljósastaur í báðum tilvikum. Í öðru tilvikinu kom í ljós að ökumaðurinn var ölvaður og var hann fluttur á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×