Fréttir Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Innlent 16.4.2024 11:56 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Erlent 16.4.2024 11:54 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Innlent 16.4.2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Innlent 16.4.2024 11:40 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 16.4.2024 11:39 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Erlent 16.4.2024 11:39 Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03 Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Innlent 16.4.2024 10:54 Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Innlent 16.4.2024 09:50 Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08 Gekk berserksgang í Grafarvogi Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu. Innlent 16.4.2024 08:57 Bein útsending: Sigurður Ingi kynnir fjármálaáætlun 2025-2029 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00. Innlent 16.4.2024 08:11 Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. Erlent 16.4.2024 07:34 Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Erlent 16.4.2024 07:23 Fer að snjóa sunnan- og vestantil Hæðarhryggur fer austur yfir land með þurru veðri og víða björtu, en lítilsháttar éljum norðan- og austanlands fram eftir morgni. Veður 16.4.2024 07:13 Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Erlent 16.4.2024 07:01 Þyrlusveit og sjóbjörgunarsveitir ræstar út vegna vélarvana flutningaskips Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju laust fyrir klukkan þrjú í nótt, vegna vélarvana flutningaskips. Innlent 16.4.2024 06:54 Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Innlent 16.4.2024 06:46 Fjórða líkið fundið Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af. Erlent 15.4.2024 23:43 Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Innlent 15.4.2024 21:12 Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 21:00 Sauðburður hafinn á Stokkseyri Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. Innlent 15.4.2024 20:16 Leita manns sem fer huldu höfði hér á landi Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze. Talið er að hann fari markvisst huldu höfðu hér á landi. Innlent 15.4.2024 20:08 Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Innlent 15.4.2024 19:48 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Innlent 15.4.2024 19:20 Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. Erlent 15.4.2024 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 18:20 Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. Innlent 15.4.2024 17:47 Mosfellsbær kom út í plús Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Innlent 15.4.2024 17:44 Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. Innlent 15.4.2024 17:38 « ‹ 315 316 317 318 319 320 321 322 323 … 334 ›
Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Innlent 16.4.2024 11:56
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Erlent 16.4.2024 11:54
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Innlent 16.4.2024 11:46
„Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Innlent 16.4.2024 11:40
Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 16.4.2024 11:39
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Erlent 16.4.2024 11:39
Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03
Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Innlent 16.4.2024 10:54
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Innlent 16.4.2024 09:50
Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08
Gekk berserksgang í Grafarvogi Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu. Innlent 16.4.2024 08:57
Bein útsending: Sigurður Ingi kynnir fjármálaáætlun 2025-2029 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00. Innlent 16.4.2024 08:11
Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. Erlent 16.4.2024 07:34
Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Erlent 16.4.2024 07:23
Fer að snjóa sunnan- og vestantil Hæðarhryggur fer austur yfir land með þurru veðri og víða björtu, en lítilsháttar éljum norðan- og austanlands fram eftir morgni. Veður 16.4.2024 07:13
Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Erlent 16.4.2024 07:01
Þyrlusveit og sjóbjörgunarsveitir ræstar út vegna vélarvana flutningaskips Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju laust fyrir klukkan þrjú í nótt, vegna vélarvana flutningaskips. Innlent 16.4.2024 06:54
Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Innlent 16.4.2024 06:46
Fjórða líkið fundið Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af. Erlent 15.4.2024 23:43
Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Innlent 15.4.2024 21:12
Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 21:00
Sauðburður hafinn á Stokkseyri Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. Innlent 15.4.2024 20:16
Leita manns sem fer huldu höfði hér á landi Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze. Talið er að hann fari markvisst huldu höfðu hér á landi. Innlent 15.4.2024 20:08
Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Innlent 15.4.2024 19:48
Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Innlent 15.4.2024 19:20
Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. Erlent 15.4.2024 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 18:20
Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. Innlent 15.4.2024 17:47
Mosfellsbær kom út í plús Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Innlent 15.4.2024 17:44
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. Innlent 15.4.2024 17:38