Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 15:06 APTOPIX India Plane Crash Parts of an Air India plane that crashed on Thursday are seen on top of a building in Ahmedabad, India, Friday, June 13, 2025. (AP Photo/Rafiq Maqbool) AP/Rafiq Maqbool Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum. Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum.
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35