Fréttir Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Erlent 26.2.2024 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Auknar líkur eru taldar á gosi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast þar saman fyrir síðustu eldgos. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um stöðuna og við verðum í beinni frá fundi almannavarna í Laugardalshöll. Innlent 26.2.2024 18:00 Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Innlent 26.2.2024 17:27 Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Innlent 26.2.2024 17:01 Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. Innlent 26.2.2024 16:35 Bein útsending: Fundur almannavarna með Grindvíkingum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur yfir til klukkan 19:00. Innlent 26.2.2024 16:16 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. Erlent 26.2.2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Erlent 26.2.2024 15:16 Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. Innlent 26.2.2024 15:13 Þjóðin grætur biskup sinn Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju. Innlent 26.2.2024 14:39 Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. Innlent 26.2.2024 13:56 Gripinn glóðvolgur með tvö kíló af kókaíni Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum. Innlent 26.2.2024 13:42 Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Innlent 26.2.2024 13:06 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Erlent 26.2.2024 12:56 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Innlent 26.2.2024 12:01 Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26.2.2024 12:00 Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Innlent 26.2.2024 11:42 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á Reykjanesi og áframhaldandi jarðhræringum á svæðinu. Innlent 26.2.2024 11:33 Gul viðvörun vegna hríðar Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna vestan- og norðvestan hríðar á morgun. Veður 26.2.2024 10:34 Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. Innlent 26.2.2024 10:26 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26.2.2024 10:04 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Erlent 26.2.2024 09:14 Eldur kviknaði í rútu í Hafnarfirði Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð. Innlent 26.2.2024 08:57 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. Innlent 26.2.2024 08:38 Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Erlent 26.2.2024 08:20 Lægir og dregur víðast úr vætu þegar líður á daginn Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag en nú í morgunsárið er allhvöss sunnanátt á landinu og talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Þó er úrkomulítið um landið norðaustanvert. Veður 26.2.2024 07:13 Tóku út gremju sína á leigubifreið og lögreglustöð Sex gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, meðal annars einstaklingur sem fjarlægja þurfti af bar í miðbænum. Gat hann ekki greint frá því hvar hann ætti heima og fékk því að sofa úr sér hjá lögreglu. Innlent 26.2.2024 06:54 Kveikti í sér fyrir utan sendiráð Ísrael í Washington D.C. Maður var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hafa kveikt í sér fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa kallað „Frjáls Palestína“ áður en hann hellti yfir sig olíu og bar eld að sér. Erlent 26.2.2024 06:40 Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Erlent 25.2.2024 23:54 Þýskaland lögleiðir kannabis Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Erlent 25.2.2024 23:13 « ‹ 322 323 324 325 326 327 328 329 330 … 334 ›
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Erlent 26.2.2024 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Auknar líkur eru taldar á gosi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast þar saman fyrir síðustu eldgos. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um stöðuna og við verðum í beinni frá fundi almannavarna í Laugardalshöll. Innlent 26.2.2024 18:00
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Innlent 26.2.2024 17:27
Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Innlent 26.2.2024 17:01
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. Innlent 26.2.2024 16:35
Bein útsending: Fundur almannavarna með Grindvíkingum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur yfir til klukkan 19:00. Innlent 26.2.2024 16:16
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. Erlent 26.2.2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Erlent 26.2.2024 15:16
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. Innlent 26.2.2024 15:13
Þjóðin grætur biskup sinn Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju. Innlent 26.2.2024 14:39
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. Innlent 26.2.2024 13:56
Gripinn glóðvolgur með tvö kíló af kókaíni Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum. Innlent 26.2.2024 13:42
Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Innlent 26.2.2024 13:06
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Erlent 26.2.2024 12:56
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Innlent 26.2.2024 12:01
Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26.2.2024 12:00
Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Innlent 26.2.2024 11:42
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna á Reykjanesi og áframhaldandi jarðhræringum á svæðinu. Innlent 26.2.2024 11:33
Gul viðvörun vegna hríðar Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna vestan- og norðvestan hríðar á morgun. Veður 26.2.2024 10:34
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. Innlent 26.2.2024 10:26
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26.2.2024 10:04
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Erlent 26.2.2024 09:14
Eldur kviknaði í rútu í Hafnarfirði Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð. Innlent 26.2.2024 08:57
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. Innlent 26.2.2024 08:38
Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Erlent 26.2.2024 08:20
Lægir og dregur víðast úr vætu þegar líður á daginn Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag en nú í morgunsárið er allhvöss sunnanátt á landinu og talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Þó er úrkomulítið um landið norðaustanvert. Veður 26.2.2024 07:13
Tóku út gremju sína á leigubifreið og lögreglustöð Sex gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, meðal annars einstaklingur sem fjarlægja þurfti af bar í miðbænum. Gat hann ekki greint frá því hvar hann ætti heima og fékk því að sofa úr sér hjá lögreglu. Innlent 26.2.2024 06:54
Kveikti í sér fyrir utan sendiráð Ísrael í Washington D.C. Maður var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hafa kveikt í sér fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa kallað „Frjáls Palestína“ áður en hann hellti yfir sig olíu og bar eld að sér. Erlent 26.2.2024 06:40
Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Erlent 25.2.2024 23:54
Þýskaland lögleiðir kannabis Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Erlent 25.2.2024 23:13