Grófu látin og særð börn upp úr rústum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 19:33 Fyrir utan hina látnu er áætlað að um tvær milljónir Palestínumanna á Gasa séu á flótta eða á vergangi, meðal annars þetta fólk sem í dag var myndað í Rafah. AP Photo/Jehad Alshrafi Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira