Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 09:32 Elon Musk í Hvíta húsinu fyrr rétt rúmri viku. AP/Evan Vucci Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. Ameríkuflokknum er samkvæmt Musk ætlað að standa fyrir áttatíu prósent Bandaríkjanna, sem telji sig á miðjunni þegar kemur að hinu pólitíska rófi vestanhafs. Musk stofnaði í fyrradag til könnunar á X, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann spurði hvort kominn væri tími til að stofna nýjan stjórnmálaflokk fyrir þennan stóra hluta þjóðarinnar, áttatíu prósentin sem telji sig í miðjunni. Rúmlega 5,6 milljónir X-reikninga tóku þátt í könnunni og rétt rúmlega áttatíu prósent þeirra svöruðu játandi. Það segir Musk til marks um það að örlögin hafi talað. The America Party https://t.co/hO5S8Kjb5O— Elon Musk (@elonmusk) June 6, 2025 Deila um frumvarp Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig. Í gær stóð svo til að þeir ættu að tala saman í síma en ekki varð af því og sagðist Trump ekki hafa áhuga á að ræða við Musk að svo stöddu og sagði auðjöfurinn meðal annars hafa misst vitið. Þá gaf Trump til kynna að hann vildi selja eða gefa Teslu sem hann keypti af Musk í mars. Sjá einnig: Trump vill selja Tesluna Blaðamenn vestanhafs hafa frá því deilurnar hófust sagt frá því að spennan hafi verið að krauma undir yfirborðinu hjá Musk og Trump um nokkuð skeið. Trump hefur þó ekkert tjáð sig um Musk frá því í gær. Trump deildi meðfylgjandi færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í nótt. Þar sem fyrrverandi lögmaður Jeffreys Epstein staðhæfir að auðjöfurinn hafi ekki setið á neinum gögnum um Donald Trump. Reiður yfir gjöfum til Demókrata Skömmu áður en Trump hélt litla athöfn þar sem hann þakkaði Musk fyrir vel unnin störf við niðurskurð og sendi hann úr Hvíta húsinu, fékk forsetinn skýrslu í hendurnar þar sem fram kom að Jared Isaacman, auðkýfingur sem Musk hafði fengið Trump til að tilnefnda í stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), hefði gefið peninga í kosningasjóði Demókrata. Trump mun hafa brugðist reiður við og eftir athöfnina lét hann Musk heyra það. Trump las upp nöfn nokkurra Demókrata sem Isaacman hafði stutt og sagði þetta ekki líta vel út. Musk reyndi víst að tala máli vinar síns og sagði Isaacman eingöngu hafa áhuga á því að koma hlutunum í verk. Hann væri einn margra sem hefði gefið Demókrötum peninga og ráðning hans sýndi að Trump væri tilbúinn til að vinna með öllum. Það tók Trump ekki í mál og dró tilnefninguna til baka. Þetta segir í grein New York Times að hraðað vinslitum Musks og Trumps. Musk hafi fundist hann vanvirtur af forsetanum. Blaðamenn New York Times, þar sem nýverið var birt grein um umfangsmikla og vaxandi fíkniefna- og lyfjanotkun Musks, hafa eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring Trumps að í kjölfar þess honum var kynnt greinin um Musk hafi hann sagt að „bilaða“ hegðun Musks mætti rekja til lyfjanotkunarinnar. Tapaði mörgum veðmálum í vikunni Wall Street Journal hefur eftir ráðgjöfum Trumps og aðstoðarmönnu að þeirra á meðal hafi verið menn sem töldu sig vita frá upphafi að gott samband forsetans og auðjöfursins myndi ekki endast. Í það minnsta frá augnablikinu sem Time birti forsíðu af Musk sitjandi við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu. Aðstoðarmenn Trumps vita að hann vill ekki deila sviðsljósinu og flestir vita að Musk er vanur því að fá sínu framgengt. „Ég tapaði mörgum veðmálum í vikunni,“ sagði einn viðmælandi WSJ sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins. „Ég hélt að Elon myndi allavega endast til ágústmánaðar.“ Strax eftir að Trump vann forsetakosningarnar í nóvember í fyrra flutti Musk til sveitaklúbbs Trumps í Flórída. Þar sat hann fundi með tilvonandi ráðherrum og hitti erlenda leiðtoga með Trump, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða þessu töluðu fjölmiðlar um Musk sem aðstoðar-forseta þegar fjallað var um aukin áhrif hans og áttu ráðgjafar Trumps sífellt von á því að hann fengi nóg. Það gerðist þó ekki og þess í stað lýsti Trump ítrekað yfir aðdáun sinni á Musk. Það sama mátti ekki segja um ráðherra Trumps og háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu, eftir að Trump tók við embætti í janúar. Margir þeirra töldu Musk teygja sig of langt inn á þeirra svið og kvörtuðu yfir því að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra. WSJ segir Trump hafa varið Musk en á sama tíma sagt Susie Wiles, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og nánum ráðgjafa hans, að hann skildi kvartanirnar. Undanfarnar vikur er tónn Trumps í garð Musks sagður hafa breyst. Forsetinn velti til að mynda vöngum yfir því hvort Musk hafi verið að ljúga þegar hann lofaði umfangsmiklum niðurskurði með DOGE, sem ekki varð úr. Musk hafði heitið því að spara ríkinu billjón dala (þúsund milljarðar) en nú er því haldið fram að DOGE hafi sparað 175 milljarða dala en sú tala er mjög umdeild af sérfræðingum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ameríkuflokknum er samkvæmt Musk ætlað að standa fyrir áttatíu prósent Bandaríkjanna, sem telji sig á miðjunni þegar kemur að hinu pólitíska rófi vestanhafs. Musk stofnaði í fyrradag til könnunar á X, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann spurði hvort kominn væri tími til að stofna nýjan stjórnmálaflokk fyrir þennan stóra hluta þjóðarinnar, áttatíu prósentin sem telji sig í miðjunni. Rúmlega 5,6 milljónir X-reikninga tóku þátt í könnunni og rétt rúmlega áttatíu prósent þeirra svöruðu játandi. Það segir Musk til marks um það að örlögin hafi talað. The America Party https://t.co/hO5S8Kjb5O— Elon Musk (@elonmusk) June 6, 2025 Deila um frumvarp Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig. Í gær stóð svo til að þeir ættu að tala saman í síma en ekki varð af því og sagðist Trump ekki hafa áhuga á að ræða við Musk að svo stöddu og sagði auðjöfurinn meðal annars hafa misst vitið. Þá gaf Trump til kynna að hann vildi selja eða gefa Teslu sem hann keypti af Musk í mars. Sjá einnig: Trump vill selja Tesluna Blaðamenn vestanhafs hafa frá því deilurnar hófust sagt frá því að spennan hafi verið að krauma undir yfirborðinu hjá Musk og Trump um nokkuð skeið. Trump hefur þó ekkert tjáð sig um Musk frá því í gær. Trump deildi meðfylgjandi færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í nótt. Þar sem fyrrverandi lögmaður Jeffreys Epstein staðhæfir að auðjöfurinn hafi ekki setið á neinum gögnum um Donald Trump. Reiður yfir gjöfum til Demókrata Skömmu áður en Trump hélt litla athöfn þar sem hann þakkaði Musk fyrir vel unnin störf við niðurskurð og sendi hann úr Hvíta húsinu, fékk forsetinn skýrslu í hendurnar þar sem fram kom að Jared Isaacman, auðkýfingur sem Musk hafði fengið Trump til að tilnefnda í stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), hefði gefið peninga í kosningasjóði Demókrata. Trump mun hafa brugðist reiður við og eftir athöfnina lét hann Musk heyra það. Trump las upp nöfn nokkurra Demókrata sem Isaacman hafði stutt og sagði þetta ekki líta vel út. Musk reyndi víst að tala máli vinar síns og sagði Isaacman eingöngu hafa áhuga á því að koma hlutunum í verk. Hann væri einn margra sem hefði gefið Demókrötum peninga og ráðning hans sýndi að Trump væri tilbúinn til að vinna með öllum. Það tók Trump ekki í mál og dró tilnefninguna til baka. Þetta segir í grein New York Times að hraðað vinslitum Musks og Trumps. Musk hafi fundist hann vanvirtur af forsetanum. Blaðamenn New York Times, þar sem nýverið var birt grein um umfangsmikla og vaxandi fíkniefna- og lyfjanotkun Musks, hafa eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring Trumps að í kjölfar þess honum var kynnt greinin um Musk hafi hann sagt að „bilaða“ hegðun Musks mætti rekja til lyfjanotkunarinnar. Tapaði mörgum veðmálum í vikunni Wall Street Journal hefur eftir ráðgjöfum Trumps og aðstoðarmönnu að þeirra á meðal hafi verið menn sem töldu sig vita frá upphafi að gott samband forsetans og auðjöfursins myndi ekki endast. Í það minnsta frá augnablikinu sem Time birti forsíðu af Musk sitjandi við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu. Aðstoðarmenn Trumps vita að hann vill ekki deila sviðsljósinu og flestir vita að Musk er vanur því að fá sínu framgengt. „Ég tapaði mörgum veðmálum í vikunni,“ sagði einn viðmælandi WSJ sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins. „Ég hélt að Elon myndi allavega endast til ágústmánaðar.“ Strax eftir að Trump vann forsetakosningarnar í nóvember í fyrra flutti Musk til sveitaklúbbs Trumps í Flórída. Þar sat hann fundi með tilvonandi ráðherrum og hitti erlenda leiðtoga með Trump, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða þessu töluðu fjölmiðlar um Musk sem aðstoðar-forseta þegar fjallað var um aukin áhrif hans og áttu ráðgjafar Trumps sífellt von á því að hann fengi nóg. Það gerðist þó ekki og þess í stað lýsti Trump ítrekað yfir aðdáun sinni á Musk. Það sama mátti ekki segja um ráðherra Trumps og háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu, eftir að Trump tók við embætti í janúar. Margir þeirra töldu Musk teygja sig of langt inn á þeirra svið og kvörtuðu yfir því að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra. WSJ segir Trump hafa varið Musk en á sama tíma sagt Susie Wiles, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og nánum ráðgjafa hans, að hann skildi kvartanirnar. Undanfarnar vikur er tónn Trumps í garð Musks sagður hafa breyst. Forsetinn velti til að mynda vöngum yfir því hvort Musk hafi verið að ljúga þegar hann lofaði umfangsmiklum niðurskurði með DOGE, sem ekki varð úr. Musk hafði heitið því að spara ríkinu billjón dala (þúsund milljarðar) en nú er því haldið fram að DOGE hafi sparað 175 milljarða dala en sú tala er mjög umdeild af sérfræðingum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira