Fréttir

Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana

Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar.

Innlent

Blá­krabbinn ógnar af­komu þúsunda ein­stak­linga og fyrir­tækja

Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra.

Erlent

Fast­eigna­mógúll nýr for­sætis­ráð­herra Taí­lands

Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn.

Erlent

Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hótanir og ofbeldi gegn lögreglumönnum, efnahagslegur ávinningur hvalveiða, búseta í iðnaðarhúsnæði og ný reglugerð um íbúakosningar í sveitarfélögum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Breyta fæðingar­stað Hitlers í lög­reglu­stöð

Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans.

Erlent

Slökkvi­liðið hefði tekið húsið fyrir í haust

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 

Innlent

Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel

Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna.

Innlent

Sneri aftur eftir fimm­tán ára út­legð og fór beint í steininn

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi.

Erlent

Fimm látnir eftir bíl­slys í Sví­þjóð

Fimm létust þegar vörubíll og fólksbíll rákust saman á vegi milli Falköping og Skara í Svíþjóð í gær. Fólksbíllinn varð alelda eftir áreksturinn en allir fimm sem létust voru í honum.

Erlent

Hiti að 22 stigum og hlýjast sunnan­lands

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með skýjuðu veðri og dálítilli rigningu eða súld austantil en léttskýjuðu vestantil.

Veður

Hleypa geisla­virku vatni út í sjó

Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011.

Erlent

Hilary lék Kaliforníu grátt

Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð.

Erlent

„Al­gjör­lega ó­þolandi og sið­laust á­stand“

Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum.

Innlent