Fréttir Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. Innlent 25.10.2024 14:36 Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Innlent 25.10.2024 14:29 Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 25.10.2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. Innlent 25.10.2024 13:46 Viðgerðin á flugvél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni. Innlent 25.10.2024 13:38 Þrúgandi þögn fyrir stóru ákvörðun Kristrúnar Yfirleitt spyrst út þegar einhverjir eru á framboðsskóm og berast þá jafnan inn á ritstjórnargólf. En ekki hjá Samfylkingu nú um stundir. Þar halda menn spilum þétt að sér. Víst er að þar er við nokkurn vanda að etja þegar raða skal í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður. Innlent 25.10.2024 13:25 „Hættan af þessum mönnum var þekkt” Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. Innlent 25.10.2024 13:20 Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík. Innlent 25.10.2024 13:03 Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. Innlent 25.10.2024 12:57 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Erlent 25.10.2024 11:53 Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. Innlent 25.10.2024 11:50 Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. Innlent 25.10.2024 11:48 Beiðni um leyfi til hvalveiða liggur þegar fyrir Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en þar bar ýmislegt á góma. Innlent 25.10.2024 11:34 Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Innlent 25.10.2024 11:31 Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Innlent 25.10.2024 11:24 Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Erlent 25.10.2024 11:23 Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Erlent 25.10.2024 11:11 Árásarmaðurinn á Dubliner fær ekki áheyrn í Hæstarétti Tíu ára fangelsisdómur Fannars Daníels Guðmundssonar vegna skotárásar, frelsissviptingar og nauðgunar stendur. Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Fannars. Innlent 25.10.2024 11:04 Geir Örn lést á Stuðlum Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum. Innlent 25.10.2024 10:59 Loka Fjölskyldulandi í næstu viku Innileikvellinum Fjölskyldulandi verður lokað í næstu viku. Innan við tvö ár eru frá því að leikvöllurinn var opnaður í Dugguvogi. Fjölskylduland er fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk í grunnskóla. Haldin hafa verið námskeið þar fyrir börn auk þess sem leikvöllurinn var opinn fólki gegn gjaldi. Innlent 25.10.2024 10:56 Loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum: „Ég er miður mín að lesa þetta“ Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum sem er hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða. Vísað er til þjónustuþyngdar, óhentugs húsnæðis og að ekki sé ekki hægt að þjónusta fólk til æviloka. Innlent 25.10.2024 10:06 Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Erlent 25.10.2024 09:44 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Innlent 25.10.2024 09:17 Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. Erlent 25.10.2024 08:16 Sagður hafa haldið konu á salerni skemmtistaðar og brotið á henni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem er sögð hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022 á salerni skemmtistaðar. Innlent 25.10.2024 08:03 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 25.10.2024 07:52 Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Mikill lægðagangur hefur verið að undanförnu og svo er að sjá að það verði áfram, þótt heldur minni hlýindi fylgi lægðunum sem koma um og eftir helgi. Veður 25.10.2024 07:14 Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Innlent 25.10.2024 07:03 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. Erlent 25.10.2024 06:53 Gerði tilraun til innbrots með leikfangasverð úr plasti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um einstakling sem var að reyna að brjótast inn í húsnæði og með eggvopn á sér. Viðkomandi var handtekinn áður en hann komst inn en í bakpoka hans fannst leikfangasverð úr plasti. Innlent 25.10.2024 06:16 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 334 ›
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. Innlent 25.10.2024 14:36
Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Innlent 25.10.2024 14:29
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 25.10.2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. Innlent 25.10.2024 13:46
Viðgerðin á flugvél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni. Innlent 25.10.2024 13:38
Þrúgandi þögn fyrir stóru ákvörðun Kristrúnar Yfirleitt spyrst út þegar einhverjir eru á framboðsskóm og berast þá jafnan inn á ritstjórnargólf. En ekki hjá Samfylkingu nú um stundir. Þar halda menn spilum þétt að sér. Víst er að þar er við nokkurn vanda að etja þegar raða skal í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður. Innlent 25.10.2024 13:25
„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. Innlent 25.10.2024 13:20
Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík. Innlent 25.10.2024 13:03
Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. Innlent 25.10.2024 12:57
Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Erlent 25.10.2024 11:53
Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. Innlent 25.10.2024 11:50
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. Innlent 25.10.2024 11:48
Beiðni um leyfi til hvalveiða liggur þegar fyrir Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en þar bar ýmislegt á góma. Innlent 25.10.2024 11:34
Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Innlent 25.10.2024 11:31
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Innlent 25.10.2024 11:24
Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Erlent 25.10.2024 11:23
Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Erlent 25.10.2024 11:11
Árásarmaðurinn á Dubliner fær ekki áheyrn í Hæstarétti Tíu ára fangelsisdómur Fannars Daníels Guðmundssonar vegna skotárásar, frelsissviptingar og nauðgunar stendur. Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Fannars. Innlent 25.10.2024 11:04
Geir Örn lést á Stuðlum Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum. Innlent 25.10.2024 10:59
Loka Fjölskyldulandi í næstu viku Innileikvellinum Fjölskyldulandi verður lokað í næstu viku. Innan við tvö ár eru frá því að leikvöllurinn var opnaður í Dugguvogi. Fjölskylduland er fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk í grunnskóla. Haldin hafa verið námskeið þar fyrir börn auk þess sem leikvöllurinn var opinn fólki gegn gjaldi. Innlent 25.10.2024 10:56
Loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum: „Ég er miður mín að lesa þetta“ Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum sem er hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða. Vísað er til þjónustuþyngdar, óhentugs húsnæðis og að ekki sé ekki hægt að þjónusta fólk til æviloka. Innlent 25.10.2024 10:06
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Erlent 25.10.2024 09:44
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Innlent 25.10.2024 09:17
Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. Erlent 25.10.2024 08:16
Sagður hafa haldið konu á salerni skemmtistaðar og brotið á henni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem er sögð hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022 á salerni skemmtistaðar. Innlent 25.10.2024 08:03
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 25.10.2024 07:52
Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Mikill lægðagangur hefur verið að undanförnu og svo er að sjá að það verði áfram, þótt heldur minni hlýindi fylgi lægðunum sem koma um og eftir helgi. Veður 25.10.2024 07:14
Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Innlent 25.10.2024 07:03
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. Erlent 25.10.2024 06:53
Gerði tilraun til innbrots með leikfangasverð úr plasti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um einstakling sem var að reyna að brjótast inn í húsnæði og með eggvopn á sér. Viðkomandi var handtekinn áður en hann komst inn en í bakpoka hans fannst leikfangasverð úr plasti. Innlent 25.10.2024 06:16