Fréttir Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. Erlent 10.9.2024 23:00 Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Erlent 10.9.2024 22:00 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. Innlent 10.9.2024 20:55 Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Erlent 10.9.2024 20:02 Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Innlent 10.9.2024 19:40 „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Innlent 10.9.2024 19:33 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 19:21 Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Ákvörðun dómsmálaráðherra um að víkja vararíkissaksóknara ekki úr starfi þrátt fyrir hegðun hans var á „brúninni“ að mati sérfræðings í vinnurétti. Ómögulegt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunni fyrir opinbera starfsmenn almennt. Innlent 10.9.2024 19:02 Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Síðasti þingvetur kjörtímabilsins hófst formlega í dag þegar Alþingi var sett og fjárlagafrumvarp lagt fram. Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli og stjórnarandstaðan gagnrýnir útgjaldavöxt í verðbólgu. Innlent 10.9.2024 18:28 Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Innlent 10.9.2024 17:59 Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. Innlent 10.9.2024 15:35 Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum. Innlent 10.9.2024 15:02 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53 Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. Innlent 10.9.2024 14:42 Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Innlent 10.9.2024 14:33 Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Innlent 10.9.2024 14:05 Nú er of seint að fara í parísarhjólið Unnið er að því að taka parísarhjólið við Miðbakka í Reykjavík niður. Hjólið fékk að standa á bakkanum frá því um miðjan júní en í könnun kom fram að fimmtán prósent landsmanna hyggðust fara hring í hjólinu í sumar. Innlent 10.9.2024 13:43 Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 10.9.2024 13:29 Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi. Innlent 10.9.2024 13:25 Verður næsti utanríkisráðherra Svíþjóðar Maria Malmer Stenergard, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verður næsti utanríkisráðherra Svíþjóðar. Erlent 10.9.2024 13:00 Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Innlent 10.9.2024 12:49 Hafa fengið skotflaugar frá Íran Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Erlent 10.9.2024 12:27 Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Innlent 10.9.2024 12:17 Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. Innlent 10.9.2024 12:08 Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð almenningi næstu tvær vikurnar þar sem til stendur að tæma laugina og sinna framkvæmdum og ýmsu viðhaldi. Innlent 10.9.2024 11:50 Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 11:45 Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. Innlent 10.9.2024 11:37 Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. Innlent 10.9.2024 11:31 Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður var um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolsenikovu að bana á Selfossi í apríl í fyrra lést í vikunni. Rannsókn málsins verður lokið þrátt fyrir að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út í því. Innlent 10.9.2024 11:30 Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Innlent 10.9.2024 11:23 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 334 ›
Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. Erlent 10.9.2024 23:00
Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Erlent 10.9.2024 22:00
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. Innlent 10.9.2024 20:55
Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Erlent 10.9.2024 20:02
Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Innlent 10.9.2024 19:40
„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Innlent 10.9.2024 19:33
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 19:21
Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Ákvörðun dómsmálaráðherra um að víkja vararíkissaksóknara ekki úr starfi þrátt fyrir hegðun hans var á „brúninni“ að mati sérfræðings í vinnurétti. Ómögulegt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunni fyrir opinbera starfsmenn almennt. Innlent 10.9.2024 19:02
Mótmælt við þingsetningu, hávaði og afdrifaríkar kappræður Síðasti þingvetur kjörtímabilsins hófst formlega í dag þegar Alþingi var sett og fjárlagafrumvarp lagt fram. Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli og stjórnarandstaðan gagnrýnir útgjaldavöxt í verðbólgu. Innlent 10.9.2024 18:28
Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Innlent 10.9.2024 17:59
Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. Innlent 10.9.2024 15:35
Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum. Innlent 10.9.2024 15:02
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53
Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu. Innlent 10.9.2024 14:42
Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Innlent 10.9.2024 14:33
Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Innlent 10.9.2024 14:05
Nú er of seint að fara í parísarhjólið Unnið er að því að taka parísarhjólið við Miðbakka í Reykjavík niður. Hjólið fékk að standa á bakkanum frá því um miðjan júní en í könnun kom fram að fimmtán prósent landsmanna hyggðust fara hring í hjólinu í sumar. Innlent 10.9.2024 13:43
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 10.9.2024 13:29
Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi. Innlent 10.9.2024 13:25
Verður næsti utanríkisráðherra Svíþjóðar Maria Malmer Stenergard, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verður næsti utanríkisráðherra Svíþjóðar. Erlent 10.9.2024 13:00
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Innlent 10.9.2024 12:49
Hafa fengið skotflaugar frá Íran Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Erlent 10.9.2024 12:27
Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Innlent 10.9.2024 12:17
Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. Innlent 10.9.2024 12:08
Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð almenningi næstu tvær vikurnar þar sem til stendur að tæma laugina og sinna framkvæmdum og ýmsu viðhaldi. Innlent 10.9.2024 11:50
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 11:45
Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. Innlent 10.9.2024 11:37
Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. Innlent 10.9.2024 11:31
Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður var um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolsenikovu að bana á Selfossi í apríl í fyrra lést í vikunni. Rannsókn málsins verður lokið þrátt fyrir að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út í því. Innlent 10.9.2024 11:30
Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Innlent 10.9.2024 11:23