Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2025 07:38 Skjáskot úr myndbandi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem sagt er sýna þegar eldflaugum er hleypt frá herskipi Bandaríkjahers. DoW Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði hernaðarárásir Bandaríkjahers á skotmörk hryðjuverkasamtakanna sem kennd eru við Íslamskt ríki (ISIS) í norðvesturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Forsetinn bandaríski lýsti samtökunum sem „hryðjuverkaúrhrökum“ og sakaði þá um að ofsækja og drepa saklausa, kristna menn. Í frétt BBC segir að árásirnar hafi verið „margar“ og „fullkomnar“, en talsmenn Bandaríkjahers í Afríku, Africom, sögðu árásirnar hafa verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld í Sokoto-héraði. Nígeríski utanríkisráðherrann Yusuf Maitama Tuggar sagði breska ríkisútvarpinu að þetta hafi verið „sameiginleg aðgerð“ sem hafi beinst að „hryðjuverkamönnum“ og hafi „ekkert að gera með ákveðin trúarbrögð“. Hann sagði að skipulagning aðgerðanna hafi staðið yfir í nokkurn tíma og að notast hafi verið við gögn frá leyniþjónustu Nígeríu. Tuggar útilokaði ekki að ráðist yrði í frekari árásir og að það færi eftir ákvörðunum leiðtoga ríkjanna tveggja, það er Nígeríu og Bandaríkjanna. .@POTUS “Tonight, at my direction as Commander in Chief, the United States launched a powerful and deadly strike against ISIS Terrorist Scum in Northwest Nigeria, who have been targeting and viciously killing, primarily, innocent Christians, at levels not seen for many years, and… pic.twitter.com/ct7rUW128t— Department of War 🇺🇸 (@DeptofWar) December 26, 2025 Trump sagði á samfélagsmiðli sínum Truth Social að undir hans stjórn muni Bandaríkin ekki leyfa „hryðjuverkastarfsemi róttækra íslamista að blómstra“. Forsetinn fyrirskipaði Bandaríkjaher í nóvember að undirbúa árásir gegn hryðjuverkahópum í Nígeríu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær vera þakklátur stjórnvöldum í Nígeríu fyrir stuðning og samvinnu. „Gleðileg jól,“ bætti hann svo við í færslu sinni á X. Stjórnvöld í Nígeríu hafa lengi barist við hryðjuverkasamtök í norðurhluta landsins. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu þá hafa að minnsta kosti 2.266 manns verið drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum fyrri hluta ársins 2025 sem er mikil aukning frá fyrra ári. Nígería Bandaríkin Donald Trump Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Forsetinn bandaríski lýsti samtökunum sem „hryðjuverkaúrhrökum“ og sakaði þá um að ofsækja og drepa saklausa, kristna menn. Í frétt BBC segir að árásirnar hafi verið „margar“ og „fullkomnar“, en talsmenn Bandaríkjahers í Afríku, Africom, sögðu árásirnar hafa verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld í Sokoto-héraði. Nígeríski utanríkisráðherrann Yusuf Maitama Tuggar sagði breska ríkisútvarpinu að þetta hafi verið „sameiginleg aðgerð“ sem hafi beinst að „hryðjuverkamönnum“ og hafi „ekkert að gera með ákveðin trúarbrögð“. Hann sagði að skipulagning aðgerðanna hafi staðið yfir í nokkurn tíma og að notast hafi verið við gögn frá leyniþjónustu Nígeríu. Tuggar útilokaði ekki að ráðist yrði í frekari árásir og að það færi eftir ákvörðunum leiðtoga ríkjanna tveggja, það er Nígeríu og Bandaríkjanna. .@POTUS “Tonight, at my direction as Commander in Chief, the United States launched a powerful and deadly strike against ISIS Terrorist Scum in Northwest Nigeria, who have been targeting and viciously killing, primarily, innocent Christians, at levels not seen for many years, and… pic.twitter.com/ct7rUW128t— Department of War 🇺🇸 (@DeptofWar) December 26, 2025 Trump sagði á samfélagsmiðli sínum Truth Social að undir hans stjórn muni Bandaríkin ekki leyfa „hryðjuverkastarfsemi róttækra íslamista að blómstra“. Forsetinn fyrirskipaði Bandaríkjaher í nóvember að undirbúa árásir gegn hryðjuverkahópum í Nígeríu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær vera þakklátur stjórnvöldum í Nígeríu fyrir stuðning og samvinnu. „Gleðileg jól,“ bætti hann svo við í færslu sinni á X. Stjórnvöld í Nígeríu hafa lengi barist við hryðjuverkasamtök í norðurhluta landsins. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu þá hafa að minnsta kosti 2.266 manns verið drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum fyrri hluta ársins 2025 sem er mikil aukning frá fyrra ári.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira