Fréttir

Guð­mundur enn undir feldi

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áfram­hald­andi for­manns­setu á lands­fundi Vinstri grænna í októ­ber.

Innlent

Bolli baðst af­sökunar eftir orra­hríð dagsins

Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn.

Innlent

„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“

Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga.

Innlent

„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna.

Innlent

Sam­fé­lagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vana­gang

Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki.

Erlent

Ís­lendingar eiga met í fjölgun inn­flytj­enda

Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi.

Innlent

Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Ís­landi

Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum.

Innlent

Aukinn við­búnaður á Ljósanótt og Októ­ber­fest

Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt.

Innlent

Flúðu heimili sitt eftir líkams­á­rás og um­sátur

Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. 

Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra Sví­þjóðar hættir

Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur tilkynnt að hann segi af sér embætti og ætli sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. Afsögnin kemur nokkuð á óvart en hann hefur gegnt utanríkisráðherraembættinu frá árinu 2022.

Erlent

Aðgerðarhópur vegna of­beldis í garð og meðal barna tekinn til starfa

Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna.

Innlent

Gjald­töku á bíla­stæðum há­skólans frestað

Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.

Innlent

Hættir sem borgar­full­trúi sósíal­ista

Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn.

Innlent

Eitt versta sumar aldarinnar

Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu.

Innlent

Segja Hvaldimír hafa verið skotinn

Dýraverndarhópar í Noregi segja að Semjon, sem gjarnan var kallaður Hvaldimír, „njósnamjaldurinn“ frægi, hafi verið skotinn. Forsvarsmenn Noah og One Whale hafa farið fram á að dauðu hvalsins verði rannsakaður af lögreglunni í Noregi.

Erlent

Gekk yfir ný­storknað hraun á leið frá gígnum

Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður.

Innlent

„Við vorum eigin­lega bara í þrætum við for­mann nefndarinnar“

Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda vísa ummælum fjármálaráðherra um að fullnægjandi samráð hafi verið haft við alla hagaðila á leigumarkaði, við gerð frumvarps um húsaleigulög, alfarið á bug. Formaður Samtaka leigjenda segist hafa fengið boð á einn hálftímalangan fund sem fór allur í þrætur við formann nefndarinnar.

Innlent

Stærsta að­gerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár

Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni.

Erlent

Svan­hildur boðin vel­komin

Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Innlent

Minnast Violetu í kvöld

Boðað hefur verið til minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld til að minnast þess að ár er liðið síðan moldívska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum.

Innlent

Málm­­leitar­­tæki á öllum fram­halds­skóla­böllum

Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu.

Innlent