Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2025 22:11 Frá Vatnsnesvegi við Ánastaðastapa norðan Hvammstanga. Þessi kafli er núna kominn með bundið slitlag. Aðsend Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Í fréttum Sýnar mátti sjá hvar á landinu megi búast við vegarbótum af þessu tagi en flestir aðalvegir á þjóðvegakerfinu er núna komnir með bundið slitlag. Annað gildir þegar beygt er inn á sveitavegina. Þar taka oftar en ekki við holóttir og mjóir malarvegir sem verða aurugir í vætutíð en stór hluti íslenskra sveita býr enn við þannig vegi. En hyggst ríkisstjórnin með samgönguáætlun gera átak í sveitavegunum? „Já, við erum… tengivegirnir. Það er… við erum bara að vinna stöðugt í því,“ svarar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. En hvar á að bæta úr? „Það er vegurinn um Vatnsnes og Bárðardal vestri sem á að fara í framkvæmdir á. Og svo eru að sjálfsögðu líka fleiri framkvæmdir. En tengivegirnir skipta orðið mjög miklu máli,“ segir ráðherrann. Bárðardalur vestri fær reyndar bara slitlag á þriggja kílómetra kafla næstu fimm árin en svo meira síðar á árunum 2031 til 2040. Vegarkaflar norðvestanlands sem áformað er að fái bundið slitlag á næstu árum.grafík/Hjalti Freyr Ragnarssson Vatnsneshringurinn verður í sérflokki í vegarbótum sveitavega næsta áratuginn en endurbygging vegarins þar mun dreifast á tímabilið 2027 til 2035. Af öðrum vegarköflum norðan og vestanlands, sem vænta mega slitlags á næstu fimm árum, má nefna Laxárdal, Víðidal, Vatnsdal, Skagaveg, Sæmundarhlíð, Hegranes og Svarfaðardal. En það verða víða vonbrigði. Þannig virðist lítið eiga að bæta sveitavegi í Dalabyggð, nema þá helst veginn um Skógarströnd og Strandamenn fá bara slitlag á stuttan kafla í sunnaverðum Steingrímsfirði. Á Vestfjörðum er stefnt á að leggja bundið slitlag á veginn niður á Rauðasand. Frá veginum um Fellsströnd í Dalabyggð. Þar er 75 kílómetra langur malarvegur fyrir Klofning og um Skarðsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson Á Austurlandi verður haldið áfram að leggja bundið slitlag á Efri-Jökuldal í átt að Stuðlagili. Austfirðingar spyrja hins vegar um Axarveg á leiðinni milli Djúpavogs og Egilsstaða. „Við stefnum á að fara í hann. Það er gríðarlega mikilvæg framkvæmd,“ segir Eyjólfur. Það verða reyndar bara teknir tíu kílómetrar á veginum um Öxi á árunum 2027 til 2029, sennilega á kaflanum næst Skriðdal. Meginhluti Axarvegar verður hins vegar ekki byggður upp fyrr en á árunum 2031 til 2035, samkvæmt samgönguáætlun. Svona er nýr Axarvegur hugsaður upp úr Berufjarðarbotni.Vegagerðin Suðaustanlands er áformað að leggja slitlag á veginn um Meðalland. Sunnlendingar losna við nokkra malarkafla á næstu fimm árum, eins og á Önundarholtsvegi í Flóa, Urriðafossvegi, Einholtsvegi, á Hagabraut, á Rangárvöllum, í Landeyjum og á Skálavegi undir Eyjafjöllum. Dæmi um vegarkafla á Suðurlandi sem fyrirhugað er að klæða bundnu slitlagi.grafík /Hjalti Freyr Ragnarsson „Og ég heyrði það á innviðafundunum í ágúst að það er mikið ákall um það í dreifbýli að fá bundið slitlag á sveitavegina,“ segir innviðaráðherrann. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Vals Guðmundssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar, má gera ráð fyrir að á næstu fimm árum verði lagt bundið slitlag 155 kílómetra af tengivegum og 57 kílómetra af stofnvegum þannig að malarköflum fækki á þessu tímabili um alls 212 kílómetra. Frá lagningu bundins slitlags í Þorskafirði fyrir tveimur árum. Slitlagið á vegakerfi landsins mun að jafnaði lengjast um 42 kílómetra á ári, miðað við nýbirta samgönguáætlun.Egill Aðalsteinsson Það verður samt enn nóg eftir. Núna er búið að leggja bundið slitlag á sexþúsund kílómetra eða 46 prósent ef þrettán þúsund kílómetra löngu þjóðvegakerfi Íslands. Sjö þúsund kílómetrar eru enn malarvegir. Samgönguáætlun Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. 11. desember 2025 21:51 Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. 8. desember 2025 23:36 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá hvar á landinu megi búast við vegarbótum af þessu tagi en flestir aðalvegir á þjóðvegakerfinu er núna komnir með bundið slitlag. Annað gildir þegar beygt er inn á sveitavegina. Þar taka oftar en ekki við holóttir og mjóir malarvegir sem verða aurugir í vætutíð en stór hluti íslenskra sveita býr enn við þannig vegi. En hyggst ríkisstjórnin með samgönguáætlun gera átak í sveitavegunum? „Já, við erum… tengivegirnir. Það er… við erum bara að vinna stöðugt í því,“ svarar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. En hvar á að bæta úr? „Það er vegurinn um Vatnsnes og Bárðardal vestri sem á að fara í framkvæmdir á. Og svo eru að sjálfsögðu líka fleiri framkvæmdir. En tengivegirnir skipta orðið mjög miklu máli,“ segir ráðherrann. Bárðardalur vestri fær reyndar bara slitlag á þriggja kílómetra kafla næstu fimm árin en svo meira síðar á árunum 2031 til 2040. Vegarkaflar norðvestanlands sem áformað er að fái bundið slitlag á næstu árum.grafík/Hjalti Freyr Ragnarssson Vatnsneshringurinn verður í sérflokki í vegarbótum sveitavega næsta áratuginn en endurbygging vegarins þar mun dreifast á tímabilið 2027 til 2035. Af öðrum vegarköflum norðan og vestanlands, sem vænta mega slitlags á næstu fimm árum, má nefna Laxárdal, Víðidal, Vatnsdal, Skagaveg, Sæmundarhlíð, Hegranes og Svarfaðardal. En það verða víða vonbrigði. Þannig virðist lítið eiga að bæta sveitavegi í Dalabyggð, nema þá helst veginn um Skógarströnd og Strandamenn fá bara slitlag á stuttan kafla í sunnaverðum Steingrímsfirði. Á Vestfjörðum er stefnt á að leggja bundið slitlag á veginn niður á Rauðasand. Frá veginum um Fellsströnd í Dalabyggð. Þar er 75 kílómetra langur malarvegur fyrir Klofning og um Skarðsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson Á Austurlandi verður haldið áfram að leggja bundið slitlag á Efri-Jökuldal í átt að Stuðlagili. Austfirðingar spyrja hins vegar um Axarveg á leiðinni milli Djúpavogs og Egilsstaða. „Við stefnum á að fara í hann. Það er gríðarlega mikilvæg framkvæmd,“ segir Eyjólfur. Það verða reyndar bara teknir tíu kílómetrar á veginum um Öxi á árunum 2027 til 2029, sennilega á kaflanum næst Skriðdal. Meginhluti Axarvegar verður hins vegar ekki byggður upp fyrr en á árunum 2031 til 2035, samkvæmt samgönguáætlun. Svona er nýr Axarvegur hugsaður upp úr Berufjarðarbotni.Vegagerðin Suðaustanlands er áformað að leggja slitlag á veginn um Meðalland. Sunnlendingar losna við nokkra malarkafla á næstu fimm árum, eins og á Önundarholtsvegi í Flóa, Urriðafossvegi, Einholtsvegi, á Hagabraut, á Rangárvöllum, í Landeyjum og á Skálavegi undir Eyjafjöllum. Dæmi um vegarkafla á Suðurlandi sem fyrirhugað er að klæða bundnu slitlagi.grafík /Hjalti Freyr Ragnarsson „Og ég heyrði það á innviðafundunum í ágúst að það er mikið ákall um það í dreifbýli að fá bundið slitlag á sveitavegina,“ segir innviðaráðherrann. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Vals Guðmundssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar, má gera ráð fyrir að á næstu fimm árum verði lagt bundið slitlag 155 kílómetra af tengivegum og 57 kílómetra af stofnvegum þannig að malarköflum fækki á þessu tímabili um alls 212 kílómetra. Frá lagningu bundins slitlags í Þorskafirði fyrir tveimur árum. Slitlagið á vegakerfi landsins mun að jafnaði lengjast um 42 kílómetra á ári, miðað við nýbirta samgönguáætlun.Egill Aðalsteinsson Það verður samt enn nóg eftir. Núna er búið að leggja bundið slitlag á sexþúsund kílómetra eða 46 prósent ef þrettán þúsund kílómetra löngu þjóðvegakerfi Íslands. Sjö þúsund kílómetrar eru enn malarvegir.
Samgönguáætlun Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. 11. desember 2025 21:51 Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. 8. desember 2025 23:36 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. 11. desember 2025 21:51
Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. 8. desember 2025 23:36
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10