Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.4.2025 18:11 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. Innlent 6.4.2025 18:09 Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Innlent 6.4.2025 17:20 Sýna íslensku með hreim þolinmæði „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Innlent 6.4.2025 14:05 Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. Innlent 6.4.2025 13:52 Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. Innlent 6.4.2025 13:35 Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. Innlent 6.4.2025 12:10 Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. Innlent 6.4.2025 12:01 Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. Innlent 6.4.2025 11:59 Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 6.4.2025 11:46 Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. Innlent 6.4.2025 10:53 Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 6.4.2025 09:42 Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Mikið álag var síðasta sólarhringinn á sjúkrabílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá þeim á Facebook kemur fram að næturvaktin hafi farið í 53 sjúkraflutninga og dagvaktin í 34. „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir í tilkynningunni á Facebook. Innlent 6.4.2025 07:52 Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. Innlent 6.4.2025 07:39 Beitti barefli í líkamsárás Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog. Innlent 6.4.2025 07:22 Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Innlent 5.4.2025 21:31 Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Innlent 5.4.2025 21:31 Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar. Innlent 5.4.2025 20:53 Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. Innlent 5.4.2025 20:40 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Innlent 5.4.2025 20:04 Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Ökumaður var í dag stöðvaður fyrir að aka of nærri lögreglubíl, og var hann sektaður fyrir að hafa of stutt bil á milli ökutækja. Innlent 5.4.2025 19:17 Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Innlent 5.4.2025 19:00 Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.4.2025 18:11 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. Innlent 5.4.2025 15:57 Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna. Innlent 5.4.2025 14:33 Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Innlent 5.4.2025 13:37 Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Innlent 5.4.2025 12:02 Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. Innlent 5.4.2025 12:01 Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Innlent 5.4.2025 11:46 Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar. Innlent 5.4.2025 11:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.4.2025 18:11
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. Innlent 6.4.2025 18:09
Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Innlent 6.4.2025 17:20
Sýna íslensku með hreim þolinmæði „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Innlent 6.4.2025 14:05
Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. Innlent 6.4.2025 13:52
Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. Innlent 6.4.2025 13:35
Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. Innlent 6.4.2025 12:10
Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. Innlent 6.4.2025 12:01
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. Innlent 6.4.2025 11:59
Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 6.4.2025 11:46
Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. Innlent 6.4.2025 10:53
Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 6.4.2025 09:42
Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Mikið álag var síðasta sólarhringinn á sjúkrabílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá þeim á Facebook kemur fram að næturvaktin hafi farið í 53 sjúkraflutninga og dagvaktin í 34. „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir í tilkynningunni á Facebook. Innlent 6.4.2025 07:52
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. Innlent 6.4.2025 07:39
Beitti barefli í líkamsárás Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog. Innlent 6.4.2025 07:22
Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Innlent 5.4.2025 21:31
Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Innlent 5.4.2025 21:31
Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar. Innlent 5.4.2025 20:53
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. Innlent 5.4.2025 20:40
32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Innlent 5.4.2025 20:04
Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Ökumaður var í dag stöðvaður fyrir að aka of nærri lögreglubíl, og var hann sektaður fyrir að hafa of stutt bil á milli ökutækja. Innlent 5.4.2025 19:17
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Innlent 5.4.2025 19:00
Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.4.2025 18:11
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. Innlent 5.4.2025 15:57
Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna. Innlent 5.4.2025 14:33
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Innlent 5.4.2025 13:37
Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Innlent 5.4.2025 12:02
Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. Innlent 5.4.2025 12:01
Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Innlent 5.4.2025 11:46
Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar. Innlent 5.4.2025 11:30