
Gagnrýni

I Care a Lot: Sturluð amerísk siðblinda
Kvikmyndin I Care a Lot hefur nú verið tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fjallar um Mörlu Grayson (Rosamund Pike) sem starfar sem umsjónaraðili fyrir fólk sem getur ekki hugsað um sig sjálft.

Hvur fjárinn er í gangi í WandaVision?
Holskefla sjónvarpsþáttaraða sem byggja á ofurhetjuheimi Marvel er nú að skella á áskrifendur Disney+ streymisveitunnar. Það er WandaVision sem ríður á vaðið, en von er á fjölmörgum seríum í kjölfarið. Marvel-aðdáendur ráða sér vart fyrir kæti, en er eitthvað varið í þetta fyrsta áhlaup Disney+? Inniheldur spilla.

Barb and Star go to Vista Del Mar: Gjörsamlega misheppnað frí
Kvikmyndin Barb and Star go to Vista Del Mar var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis fyrir viku síðan. Þar fara gamanleikkonurnar Kristen Wiig og Annie Mumolo með hlutverk tveggja miðaldra vinkvenna frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem fara í frí til Flórída og „hilarity ensues,“ eða þannig.

Wonder Woman 1984: Seint koma sumir en koma þó
Framhaldsmyndin Wonder Woman 1984 er loks komin í kvikmyndahús, eftir að hafa verið seinkað vegna kórónuveirunnar. Hún stendur forvera sínum framar að ýmsu leyti en öðru ekki.

The Undoing: Hver myrti Elenu Alves?
Spennan magnast í sjónvarpsþáttaröðinni The Undoing, sem sýnd er á Stöð 2, og áhorfendur munu komast að því hver myrti Elenu Alves n.k. miðvikudagskvöld.

The Broken Hearts Gallery: Grínkonan, alltaf hress en aldrei fyndin
The Broken Hearts Gallery fékk ekki að koma í kvikmyndahús á Íslandi, líkt og áætlað var. Það var vinur okkar Kóvíð sem kom í veg fyrir það. Nú er hún hins vegar komin á Leiguna.

Love & Anarchy: Með allt niður um sig
Love & Anarchy eru nýir sænskir þættir sem Netflix tók til sýningar fyrir skömmu. Heiðar Sumarliðason skrifar um þættina.

Antebellum: Smiðir ganga í störf arkitekta
Antebellum kom í íslensk kvikmyndahús í miðju Covid-fárinu og flaug því ekki hátt. Nú er hún að koma á Leiguna.


Borat Subsequent Movie Film: Sacha gerir áróðursmynd fyrir Demókrataflokkinn
Borat Subsequent Movie Film hefur nú verið frumsýnd á streymisveitunni Amazon Prime. Heiðar Sumarliðason skrifar um afraksturinn.



The Salisbury Poisonings: Prýðileg bresk grámygla frá BBC
Bresku míníseríuna The Salisbury Poisonings er nú hægt að sjá á Stöð 2 Maraþon. Heiðar Sumarliðason skrifar um þættina.

Slalom: Magnað skíðadrama á RIFF
Kvikmyndahúsa hluti RIFF klárast í dag, en hægt verður að sjá þær myndir sem eru í RIFF@home-pakkanum fram til miðnættis á sunnudag. Heiðar Sumarliðason skrifar um Slalom, Night of the Kings og Shithouse.

Ratched - Óskapnaður sem enginn bað um
Ryan Murphy og Netflix taka snúning á uppruna hjúkrunarfræðingsins Ratched úr One Flew Over the Cuckoos Nest. Heiðar Sumarliðason skrifar um afraksturinn.

Raised by Wolves - Vélmennablæti öldungsins Ridleys
Nýjasta afurð leikstjórans Ridley Scott er þáttaröðin Raised by Wolves frá HBO-Max. Heiðar Sumarliðason skrifar hér um fyrstu sjö þættina.

Quiz: Viltu vinna milljón, en mögulega fara í fangelsi?
Hermaðurinn Charles Ingram vann milljón pund í spurningaþættinum Who Wants to Be a Millionaire árið 2001, en aðstandendur þáttarins voru ekki vissir um að hann hefði gert það heiðarlega.

Afleitt Mulan-prump
Disney ákvað að setja Mulan ekki í kvikmyndahús, heldur frumsýna hana á nýrri streymisveitu sinni Disney+. Heiðar Sumarliðason ritar hér um það sem fyrir augu ber.

I´m Thinking of Ending Things: Myndin sem ekki er hægt að dæma
Charlie Kaufman er nýjasti kvikmyndahöfundurinn sem Netflix tekur undir sinn verndarvæng. Streymisveitan frumsýnd nýjustu kvikmynd hans í síðustu viku.

Tenet: Aftur á bak og áfram, dasaður og ringlaður Nolan.
Eftir langvinna Covid-gúrkutíð fáum við loks stórmynd í bíó. Heiðar Sumarliðason skrifar hér um Tenet.

Bútasaumsteppi í boði Netflix
Netflix hefur nú frumsýnt hasarmyndina Project Power, Heiðar Sumarliðason skrifar hér um útkomuna.


Palm Springs: Groundhog Day hálfdrættingur
Kvikmyndin Palm Springs fer troðnar slóðir og nappar grunnhugmyndinni úr Groundhog Day.

Queen and Slim: Huguð ádeila á bandarískt samfélag
Kvikmyndin Queen and Slim varð ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að koma í íslensk kvikmyndahús, en er komin á VOD-veitur.



The Great: Konungleg skemmtun
Síminn Premium sýnir nú stórskemmtilega breska þáttröð, The Great, um rússnesku keisaraynjuna Catherine the Great.

„How dare you, Mr. Ferrell?!“
Eftirlætistengdasonur Skandinavíu, Will Ferrell, gerir stólpagrín að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Little Fires Everywhere: Bandarískt samfélag í björtu báli
Sjónvarpsþáttaröðina Little Fires Everywhere er nú hægt að nálgast á Amazon Prime. Sjónvarpsrýnir Vísis var hrifinn af þáttunum.

Grasreykjandi mömmustrákur tekur við sér (seint)
Nýjasta kvikmynd Judd Apatow, The King of Staten Island, er nú komin í kvikmyndahús á Íslandi. Kvikmyndarýnir Vísis var hóflega hrifinn.