Bakþankar Senn er sigruð þraut Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Bakþankar 6.2.2009 06:00 Skuldin Dr. Gunni skrifar Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Bakþankar 5.2.2009 06:00 Sjálfsmark Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna. Bakþankar 4.2.2009 06:00 Frítt fyrir atvinnulausa Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni. Bakþankar 3.2.2009 06:00 Stjörnuprýdd saga Gerður Kristný skrifar Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Bakþankar 2.2.2009 04:00 Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Bakþankar 28.1.2009 00:01 Langþráð gúrka Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. Bakþankar 27.1.2009 00:01 Óþarfa áhyggjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. Bakþankar 26.1.2009 06:00 Þjóð á móti Guðmundur Steingrímsson skrifar Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 24.1.2009 06:00 Geir til varnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! Bakþankar 23.1.2009 06:00 TF-HFF Bakþankar 22.1.2009 00:01 Leiðin aðmeðalveginum J'on Sigurður Eyjólfsson skrifar Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Bakþankar 21.1.2009 04:00 Endurmenntunarnámskeið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Bakþankar 20.1.2009 06:00 Nýtt tækifæri Gerður Kristný skrifar Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 19.1.2009 03:00 Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 17.1.2009 00:01 Um atvinnuöryggi starfsstétta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Bakþankar 15.1.2009 06:00 Óvissuástand Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Bakþankar 14.1.2009 06:00 Olíulausa landið Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Bakþankar 13.1.2009 06:00 Menn eða mýs? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur. Bakþankar 12.1.2009 06:00 Upprisa eftir aftöku á torginu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni. Bakþankar 11.1.2009 10:22 Aftur og aftur Guðmundur Steingrímsson skrifar Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. Bakþankar 10.1.2009 06:00 Hreint fyrir dyrum Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga. Bakþankar 9.1.2009 06:00 Vonlausasta dýrategundin Dr. Gunni skrifar Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Bakþankar 8.1.2009 06:00 Mátað um miðja nótt Bakþankar 7.1.2009 00:01 Af dugnaði Gerður Kristný skrifar Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Bakþankar 5.1.2009 14:44 Bráðum kemur betri tíð Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Bakþankar 2.1.2009 06:00 Sprengjuregn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. Bakþankar 31.12.2008 06:00 Kórfélagi hitar upp sósu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. Bakþankar 30.12.2008 00:01 Viltu giftast mér, ástin mín? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. Bakþankar 29.12.2008 00:01 Jólakettir Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. Bakþankar 28.12.2008 00:01 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 111 ›
Senn er sigruð þraut Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Bakþankar 6.2.2009 06:00
Skuldin Dr. Gunni skrifar Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Bakþankar 5.2.2009 06:00
Sjálfsmark Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna. Bakþankar 4.2.2009 06:00
Frítt fyrir atvinnulausa Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni. Bakþankar 3.2.2009 06:00
Stjörnuprýdd saga Gerður Kristný skrifar Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Bakþankar 2.2.2009 04:00
Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Bakþankar 28.1.2009 00:01
Langþráð gúrka Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. Bakþankar 27.1.2009 00:01
Óþarfa áhyggjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. Bakþankar 26.1.2009 06:00
Þjóð á móti Guðmundur Steingrímsson skrifar Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 24.1.2009 06:00
Geir til varnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! Bakþankar 23.1.2009 06:00
Leiðin aðmeðalveginum J'on Sigurður Eyjólfsson skrifar Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Bakþankar 21.1.2009 04:00
Endurmenntunarnámskeið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Bakþankar 20.1.2009 06:00
Nýtt tækifæri Gerður Kristný skrifar Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 19.1.2009 03:00
Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 17.1.2009 00:01
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Bakþankar 15.1.2009 06:00
Óvissuástand Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Bakþankar 14.1.2009 06:00
Olíulausa landið Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Bakþankar 13.1.2009 06:00
Menn eða mýs? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur. Bakþankar 12.1.2009 06:00
Upprisa eftir aftöku á torginu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni. Bakþankar 11.1.2009 10:22
Aftur og aftur Guðmundur Steingrímsson skrifar Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. Bakþankar 10.1.2009 06:00
Hreint fyrir dyrum Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga. Bakþankar 9.1.2009 06:00
Vonlausasta dýrategundin Dr. Gunni skrifar Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Bakþankar 8.1.2009 06:00
Af dugnaði Gerður Kristný skrifar Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Bakþankar 5.1.2009 14:44
Bráðum kemur betri tíð Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Bakþankar 2.1.2009 06:00
Sprengjuregn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. Bakþankar 31.12.2008 06:00
Kórfélagi hitar upp sósu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. Bakþankar 30.12.2008 00:01
Viltu giftast mér, ástin mín? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. Bakþankar 29.12.2008 00:01
Jólakettir Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. Bakþankar 28.12.2008 00:01
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun