Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Erling Haaland skoraði eina mark sinna manna í Manchester City þegar lærisveinar Pep Guardiola unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 5.10.2025 15:02
„Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Arne Slot, þjálfari Liverpool, sagði lið sitt hafa átt meira skilið úr leik þess gegn Chelsea á Stamford Bridge á laugardag. Bláliðar skoruðu í blálokin og sáu þar með til þessa að Liverpool hafi tapað þremur leikjum í röð. Enski boltinn 5.10.2025 08:00
Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn „Þetta var spennandi leikur, við nutum hans. Frammistaðan í fyrri hálfleik, að vera 2-0 yfir, hjálpaði okkur gríðarlega,“ sagði Mason Mount, annar af markaskorurum Rauðu djöflanna, eftir 2-0 sigur liðsins á Svörtu köttunum í Sunderland. Enski boltinn 4.10.2025 17:31
Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Bournemouth lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Fulham í fyrsta leik 7. umferðar í kvöld. Antoine Semenyo heldur áfram að gera það gott með Bournemouth. Enski boltinn 3.10.2025 21:02
Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool eigast við í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Leikurinn er klukkan 16:30 á morgun, laugardag. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp flottustu mörkin úr leikjum liðanna. Enski boltinn 3.10.2025 16:31
Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Brasilíumaðurinn Antony er laus úr prísundinni hjá Manchester United eftir að félagið samþykkti að selja hann til spænska félagsins Real Betis í haust. Enski boltinn 3.10.2025 15:46
Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Vandamál Manchester United hefur frekar verið að nýta færin sín fremur en að skapa þau. Það segir tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 3.10.2025 14:32
Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir landsleiki í undankeppni HM á næstunni. Enski boltinn 3.10.2025 09:44
Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Byrjun Ange Postecoglou sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest hefur fljótt breyst í algjöra martröð. Hann hefur enn ekki unnið leik og Forest tapaði á móti dönsku félagi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 3.10.2025 09:30
Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Englandsmeistarar Liverpool fengu ekki nógu góðar fréttir af brasilíska markverði sínum Alisson Becker. Enski boltinn 3.10.2025 08:41
Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 2.10.2025 12:30
„Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Eins og sönnum Sunderland-manni sæmir hefur útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson lítið álit á Newcastle-goðinu Alan Shearer. Enski boltinn 2.10.2025 11:33
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Enski boltinn 1.10.2025 22:30
Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Liverpool tapaði í gærkvöldi sínum öðrum leik á stuttum tíma þegar liðið lá 1-0 fyrir tyrkneska félaginu Galatasaray í Meistaradeildinni. Enski boltinn 1.10.2025 08:00
Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Enski boltinn 1.10.2025 07:00
Fékk óvart rautt spjald Knattspyrnustjóri Sheffield United fékk ekki að stýra liði sínu í seinni hálfleik á móti Southampton eftir atvik í hálfleik. Enski boltinn 1.10.2025 06:34
Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Enski boltinn 30.9.2025 07:00
Opinberað að Beard tók eigið líf Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Liverpool, tók eigið líf. Frá þessu greina miðlar á borð við Sky Sports og BBC, breska ríkisútvarpið, í kvöld. Enski boltinn 29.9.2025 23:02
Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Tvö mörk litu dagsins ljós þegar Everton og West Ham United gerðu jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markaskorarar kvöldsins eru báðir enskir. Enski boltinn 29.9.2025 21:01
Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Federico Chiesa er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heldur til Tyrklands í dag og mætir Galatarasaray í Meistaradeild Evrópu í Istanbúl annað kvöld. Enski boltinn 29.9.2025 15:00
Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. Enski boltinn 29.9.2025 13:32
Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Það vantaði ekki dramatíkina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fleiri en einn leikmaður reif sig úr að ofan til að fagna sigurmarki í blálokin og alls voru níu mörk skoruð í uppbótartíma í leikjunum. Öll mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29.9.2025 12:45
Áhugasamur verði Amorim rekinn Xavi Hernández, fyrrum þjálfari Barcelona, er sagður áhugasamur um að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United fari svo að Portúgalinn Rúben Amorim verði látinn taka poka sinn. Enski boltinn 29.9.2025 10:35
Hefur enga trú lengur á Amorim Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Enski boltinn 29.9.2025 09:31