Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen: Nú þarf aftur Landsyfirrétt

Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku.

Fastir pennar

Sverrir Jakobsson: Bastían bæjarfógeti

Allir sem séð hafa leikrit eftir Dario Fo vita líka að mikill broddur getur fólgist í pólitískum farsa. Vel heppnaður pólitískur listagjörningur opnar nýjar víddir í hugsuninni og vinnur gegn þrengingu á möguleikum stjórnmálanna. Dæmi um það eru víðar en við höldum og ekki úr vegi að nefna til dæmis rammpólitísk barnaleikrit Egners um Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn.

Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen : Samstaða um siðbót?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Stjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannanir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var

Fastir pennar

Fasisminn í hlaðinu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki.

Fastir pennar

Fasisminn í hlaðinu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti.

Fastir pennar

Þorsteinn Pálsson: Stjórnlaganefnd?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Njörður P. Njarðvík hefur verið einn skeleggasti og róttækasti talsmaður þess að ráðist verði í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann hefur jafnframt verið talsmaður þess að stofna til stjórnlagaþings.

Fastir pennar

Páll Baldvin Baldvinsson.: Árás á Alþingi

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Ákærur á hendur níu nafnkenndum einstaklingum sem tóku sannarlega þátt í andófi almennra borgara við alþingishúsið þegar ríkisstjórn landsins var sett af hafa kallað á viðbrögð fleiri sem þar voru.

Fastir pennar

Steinunn Stefánsdóttir: Prestastefna móast við

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Góðar fréttir bárust í gær þess efnis að 91 prestur og guðfræðingur hefðu lagt tillögu fyrir prestastefnu um að giftingar samkynhneigðra yrðu leyfðar innan þjóðkirkjunnar. Verri fréttir bárust svo síðar um daginn; tillagan var ekki samþykkt heldur önnur sem vísar umfjöllun um málið til biskups og kenninganefndar, tillögu hinna framsýnu presta og guðfræðinga og tillögu séra Geirs Waage þess efnis að Alþingi létti af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga.

Fastir pennar

Þorvaldur Gylfason: Nefndin stóðst prófið

Þorvaldur Gylfason skrifar

Á fundi með rannsóknarnefnd Alþingis í janúar 2009 lýsti ég þeirri skoðun fyrir nefndinni, að hlutverk hennar væri að svipta gagnsærri hulunni af því, sem allir vissu. Ég brýndi fyrir nefndinni, að í útlöndum væri vandlega fylgzt með störfum hennar, þar eð ríkir erlendir hagsmunir væru bundnir við, að nefndin skilaði trúverðugri skýrslu. Hvaða hagsmunir? Erlendir lánardrottnar og sparifjáreigendur biðu mikinn skaða við bankahrunið, auk þess sem aðrar þjóðir hafa eftir hrun lánað Íslendingum mikið fé í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma landinu yfir erfiðasta hjallann. Nefndin stóðst prófið.

Fastir pennar

Ólafur Stephensen: Úrelt gjaldtaka

Ólafur Stephensen skrifar

Mörgum hefur fundizt sú ítrekaða niðurstaða íslenzkra dómstóla skrýtin, að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi að með gjaldinu, sem ríkið innheimtir af iðnfyrirtækjum og lætur svo renna til Samtaka iðnaðarins burtséð frá því hvort fyrirtækin eiga aðild að SI eða ekki, er verið að þvinga fyrirtæki til að greiða félagsgjald til félags, sem þau kæra sig kannski ekkert um að vera í.

Fastir pennar

Ólafur Stephensen: Sterkari rammi

Ólafur Stephensen skrifar

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað.

Fastir pennar

Tækifæri til umbóta á að nýta

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum.

Fastir pennar

Ólafur Stephensen: Dellukenningar

Ólafur Stephensen skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir bankahrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf.

Fastir pennar

Þorsteinn Pálsson: Hófsemdarstefnan blásin af

Í framhaldi af rannsóknarskýrslunni þótti forsætisráðherra rétt að biðjast afsökunar á því að Samfylkinguna hefði borið af leið norrænnar velferðarhyggju með því að innleiða Blairismann. Hann var því blásinn af. Hvers vegna?

Fastir pennar

Pawel Bartoszek: Róló burt?

Pawel Bartoszek skrifar

Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum.

Fastir pennar

Ólafur Stephensen: Rannsóknar þörf

Ólafur Stephensen skrifar

Þúsundir lífeyrisþega standa frammi fyrir því þessa dagana að kjör þeirra versna vegna skerðingar greiðslna úr sjóðunum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að ástæður skerðingarinnar væru einkum tvær; stærsta skýringin væri bankahrunið en jafnframt þyrfti að bregðast við hækkandi meðalaldri sjóðfélaga.

Fastir pennar

Einar Már Jónsson: Radísurnar

Einar Már Jónsson skrifar

Í almennum ritum um sögu Frakklands á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar greinir frá því að þá var andúð á lýðræði útbreidd í landinu, uppivöðslusamir flokkar geystust um með hávaða og látum, haldnir voru mótmælafundir sem lyktaði stundum með óeirðum.

Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen: You ain‘t seen nothing yet

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina.

Fastir pennar

Steinunn Stefánsdóttir: Á ég að gæta bónda míns?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar er óþrjótandi brunnur upplýsinga. Skýrslan vekur einnig margar spurningar. Ein þeirra snýr að þeirri ábyrgð, meðal annars siðferðilegri, sem hvílir á fólki vegna skuldbindinga sem maki þess hefur stofnað til.

Fastir pennar

Sverrir Jakobsson: Iðrun og endurmat

Sverrir Jakobsson skrifar

Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið mánudaginn 12. apríl er stórviðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er það ekki endilega vegna þess að allt sem stendur í skýrslunni komi fólki á óvart eða sé nýmæli. En skýrslan gefur ómetanlega innsýn í pólitíska menningu og viðskipti á Íslandi undanfarinn áratug. Ekki er lengur hægt að efast u

Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen: Afsagnir og afsökunarbeiðnir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þrír þingmenn hafa nú brugðizt við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis með því að segja af sér embættum eða fara tímabundið í leyfi frá þingstörfum. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er í skýrslunni talinn hafa sýnt af sér vanrækslu, ásamt tveimur öðrum ráðherrum.

Fastir pennar

Páll Baldvin Baldvinsson: Mikillæti

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Mannlífi hér við ysta haf reynist margt mótdrægt þessi dægrin. Djúpin rymja og af landinu leggur langan slóða suður og austur sem minnir á fyrri öskuský sem ollu á sínum tíma umfangsmiklum byltingum og tímabærum breytingum á stjórnarháttum víða á meginlandi Evrópu. Athygli umheimsins beinist enn hingað norður og aftur eru tíðindin sem héðan berast neikvæð öllum þorra manna. Ekkert lát er á mótlæti okkar. Og á sama tíma og öskusallinn leggst yfir öræfi og gróin héruð er æ ljósara að hula tímans er ekki lögst yfir þær efnahagslegu hamfarir sem skóku samfélagið og skildu það eftir í sárum.

Fastir pennar

Hvenær var ekki við snúið?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis bera þess eðlilega merki að hún hafði ekki að geyma ný sannindi um orsakir fyrir hruni krónunnar og bankanna. Á hinn bóginn skýrir skýrslan býsna vel samhengi og baksvið þess sem gerðist.

Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen: Óblíð náttúra

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn á ný hafa náttúruöflin minnt Íslendinga rækilega á tilvist sína. Og reyndar rifjað upp fyrir hálfum heiminum að Íslendingar búa á meðal óútreiknanlegra eldfjalla.

Fastir pennar

Steinunn Stefánsdóttir: Ha ég? Já þú. Ekki satt. Hver þá?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það hálfa annað ár sem liðið er frá hruninu hefur að mörgu leyti einkennst af vonbrigðum; vonbrigðum yfir að það sem talið hafði verið velgengni var reist á sandi, ef ekki beinlínis blekkingum; vonbrigðum yfir því að stjórnvöld og stjórnkerfi virtist bæði skorta reglur og einnig þor til að stemma stigu við þeirri þróun, sem sumir sáu þó fyrir, að bankakerfið væri að vaxa þjóðinni langt yfir höfuð og vonbrigðum vegna þess að svo virtist sem enginn ætlaði sér að axla ábyrgð á hruninu og því sem til þess leiddi.

Fastir pennar

Ólafur Þ. Stephensen: Rotið kerfi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir þá mynd sem birzt hefur smátt og smátt í fréttum eftir að bankakerfið hrundi; í bönkunum var orðið til rotið kerfi, þar sem stóru eigendurnir völsuðu um og misnotuðu stöðu sína, á kostnað smærri hluthafa og sparifjáreigenda.

Fastir pennar