Fastir pennar

Hégómi, hrörnun og hamingjan

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar við förum að eldast finnum við meira fyrir ýmsum hlutum sem áður höfðu litla sem enga þýðingu fyrir okkur. Á ákveðnum aldri er maður óstöðvandi, fullur af orku og stöðugt að læra eitthvað nýtt, en í kjölfarið byrjum við að hrörna smám saman og förum að bera þess merki.

Fastir pennar

Brókin sem breytti lífi mínu

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því þótt vissulega sé gaman að vera nýskæddur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til ama.

Fastir pennar

Brenndur Bismark

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Einhver tiltekin iðja verður í sjálfu ekki góð eða réttmæt við það eitt að vera kennd við list – og svo sem ekki heldur vond eða ómerkileg.

Fastir pennar

Skítareddingar Orkuveitunnar

Mikael Torfason skrifar

"Það hefur alltaf verið mín skoðun, og það er ekkert nýtt, að það hefði átt að byggja Hellisheiðarvirkjun í áföngum. En í mínum huga skiptir það ekki máli í dag. Virkjunin er þarna og ég er að leita að lausnum. Það er mitt starf,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag.

Fastir pennar

Að eilífu, amen

Þorsteinn Pálsson skrifar

Frá því var greint í vikunni að Landsbankinn hefði skrifað gamla bankanum bréf og óskað eftir að endursemja um kjör og lánstíma á þrjú hundruð milljarða króna skuldabréfi. Lengi hefur verið vitað að hvorki bankinn né þjóðarbúið eiga gjaldeyri til að greiða þessa skuld á réttum tíma.

Fastir pennar

Feður undir smásjá?

Pawel Bartoszek skrifar

Ég fékk nýlega skyndilegan áhuga á ýmsum álitaefnum tengdum fæðingarorlofi. Áhuginn barst til mín í skömmtum, í formi nokkurra bréfsendinga frá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga, þar sem ég var beðinn um skýringar á hinu og þessu. Við þessum bréfum hef ég samviskusamlega brugðist, vitanlega með bréfpósti. Því ekki á ég fax. Gaman að því.

Fastir pennar

Hvað má vitleysan kosta?

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Nýverið var upplýst að Ísland hefði fallið um þrjú sæti í árvissri mælingu á samkeppnishæfni þjóða. Skortur á framtíðarstefnu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar til lengri tíma hjá þeirri ríkisstjórn sem nú hefur tekið við er tæpast til þess fallinn að auka fólki bjartsýni um að í vændum sé betri tíð.

Fastir pennar

Bienvenue en Islande

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Frakkland varð í síðasta mánuði þrettánda ríki heims til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra, er ný hjúskaparlög gengu í gildi. Fyrsta hjónavígsla samkynhneigðra fór fram í Montpellier í síðustu viku. Einhver henti reyksprengju að ráðhúsinu þar sem athöfnin fór fram.

Fastir pennar

"Hættið að geraða“

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Þegar ég fór í starfskynningu á Morgunblaðið í 10. bekk og skartaði dragtarjakka af mömmu og hátíðlegri svip en páfinn á jólunum sá ég fyrir mér framtíð fulla af ábúðarfullum skrifum um hluti eins og verðbólgu, stýrivexti og aflaheimildir.

Fastir pennar

Óvissa og bið í Evrópumálum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í atvinnulífinu vænta margir mikils af nýju ríkisstjórninni. Fólk sem á og rekur fyrirtæki vonast augljóslega til að hún geti rofið kyrrstöðu og skapað umhverfi sem hvetur til athafna, fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Fastir pennar

Facebook breytir verkferlum

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, lét hafa það eftir sér í gær að samfélagsmiðlar væru mesta ógnin við nútímasamfélög. Ásakar hann öfgaöfl um að nýta sér Facebook og Twitter til að æsa til mótmælanna gegn honum sem nú grassera í landinu.

Fastir pennar

Konur og kynlíf

Teitur Guðmundsson skrifar

Opinber umræða um kynlíf er oftast feimnismál og oft er erfitt að koma orðum að því sem kann að angra viðkomandi. Við vitum að það á við um slíkar umræður við maka, vini, kunningja og að sjálfsögðu heilbrigðisstarfsfólk. Því getur verið snúið að fá aðstoð eða leita sér upplýsinga. Í þessu efni er ekki sérlega mikill munur á milli kynja, en mögulega eru konur þó opnari og reiðubúnari að tjá sig en karlar.

Fastir pennar

Ennþá lefir menningin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þorsteinn Gylfason sagði að menning væri "að gera hlutina vel“ og hitti naglann á höfuðið eins og hans var von og vísa.

Fastir pennar

Tækifærin sem urðu til í hruninu

Mikael Torfason skrifar

Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni.

Fastir pennar

"Það er frábært að geta valið“

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Áskorun um styttingu skólagöngu skaust upp á yfirborðið nýlega. Í þetta skiptið gerðist það í kjölfar útgáfu skýrslu samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þar var lögð fram tillaga um að stytta skólagöngu um tvö ár til að auka framleiðni í skólakerfinu. Því er ekki að neita að umrædd framleiðni mætti vera mun betri enda er fimm ára meðalnámstími til stúdentsprófs allt of langur tími. Að auki er erfitt að útskýra af hverju íslenskir nemendur eru tveimur árum eldri en nágrannaþjóðir okkar að loknu framhaldsskólaprófi. Áskorunin er því réttmæt.

Fastir pennar

Tvöfalt heilbrigðiskerfi

Mikael Torfason skrifar

Á Íslandi bólusetjum við ekki við hlaupabólu, en í fréttum okkar á Stöð 2 í gær og Fréttablaðinu í dag kemur fram að árlega lenda nítján einstaklingar á spítala vegna alvarlegra einkenna af völdum hlaupabólu. Mikill fjöldi barna fær hlaupabólu árlega, með tilheyrandi kláða og óþægindum. Það tekur flesta krakka um tíu daga að jafna sig og mamma og pabbi þurfa að sjálfsögðu að taka sér frí frá vinnu til að sinna börnunum. Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Sjúkdómurinn getur nefnilega farið illa í börn líkt og fullorðna.

Fastir pennar

Barnafjölskyldur fluttar með valdi

Mikael Torfason skrifar

Í gær voru 27 manns fluttir nauðugir með leiguflugi til Króatíu. Þetta voru fjölskyldur með börn sem höfðu selt aleigu sína til að freista gæfunnar á Íslandi.

Fastir pennar

Að bíða í ofnæmi

Teitur Guðmundsson skrifar

Ég heyrði þennan frasa og stafarugl fyrst hjá vini mínum fyrir mörgum árum og er ákveðin kímni í honum, en þegar maður horfir til ofnæmis og þeirra einkenna sem einstaklingar glíma við er manni enginn hlátur í huga. Það að vera með ofnæmi, hvaða tegund sem það kann að vera, getur verið allt frá því að finna til minniháttar óþæginda við ákveðnar kringumstæður yfir í að glíma við lífshættulegan sjúkdóm. Þegar við erum að ræða þessi atriði er ágætt að skilgreina á milli þess sem í daglegu tali kallast ofnæmi, eða á ensku allergy, og þess sem mætti kalla

Fastir pennar

Sigmundur og sundurlyndið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Önnur málsgrein í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýju hljóðar svo: ?Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.? Hvað þetta þýðir í framkvæmd er frekar erfitt að ráða í, en ekki er hægt að segja að forsætisráðherrann hafi farið á undan með góðu fordæmi þá sex daga sem hann hefur verið í embætti. Þykja yfirlýsingar hans um umhverfismál bera vott um fádæma hroka og lítilsvirðingu á sjónarmiðum

Fastir pennar

Í þágu almennings ekki sérhagsmuna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er æði loftkenndur og hefði mátt stytta hann um helming (5 bls. ) án þess að raska efnislegu inntaki. Ég lýsti þessari skoðun við formann Sjálfstæðisflokksins sama dag og ný stjórn var kynnt undir sterkum þjóðernisblæ á Laugarvatni.

Fastir pennar

Ekki hræra í aflareglunni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar horfir flest til betri vegar. Stjórnin ætlar ekki að fara í neinar kollsteypur á stjórnkerfi fiskveiða eins og sú sem sat á undan henni stefndi að, heldur þvert á móti að búa greininni stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem hvetji til fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Fastir pennar

Húsverndarráðherrann

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnarsáttmála hér á landi. Kaflinn er svona:

Fastir pennar

Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmálamanna stormar inn í Stjórnarráðið.

Fastir pennar

Úps, við sulluðum niður

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg.

Fastir pennar

Styttum kennaranámið

Pawel Bartoszek skrifar

Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til.

Fastir pennar

Hrifla og heimurinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Margt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar bendir til að hún geti staðið undir því markmiði sínu að hefja "nýja sókn í þágu lands og þjóðar“.

Fastir pennar

Eru mannasiðir voðalega 2007?

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Dónaskapur, illmælgi, hótanir og heimska þeirra sem virkastir eru í athugasemdum við fréttir vefmiðlanna hafa verið í sviðsljósinu undanfarið.

Fastir pennar