Fastir pennar Gegnsærri stjórnsýsla á netinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu. Fastir pennar 5.10.2012 00:30 Að tala niður gjaldeyrishöftin Pawel Bartoszek skrifar Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Fastir pennar 5.10.2012 00:30 Talað inn í tómarúmið á miðjunni Ólafur Þ. Stephensen skrifar Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“. Fastir pennar 4.10.2012 06:00 Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi? Róbert R. Spanó skrifar Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað? Fastir pennar 4.10.2012 06:00 Enginn áhugi á umbótum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. Fastir pennar 3.10.2012 06:00 Ísland er þar sem það er Magnús Halldórsson skrifar Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada. Fastir pennar 3.10.2012 00:52 Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Fastir pennar 2.10.2012 06:00 Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð Teitur Guðmundsson skrifar Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi. Fastir pennar 2.10.2012 06:00 Eftir situr sú tilfinning... Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn, Fastir pennar 1.10.2012 06:00 Keppt á grundvelli gæða Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fastir pennar 1.10.2012 06:00 Tími Jóhönnu Ólafur Stephensen skrifar Með boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stéttarfélaga. Fastir pennar 29.9.2012 06:00 Lokast báðar leiðir? Þorsteinn Pálsson skrifar Í stjórnmálum þurfa menn að hafa snotrar hugsjónir og kunna list hins mögulega. Fram undan eru ákvarðanir þar sem reynir á þessa jafnvægislist. Í húfi er val á leiðum úr efnahagskreppunni. Fastir pennar 29.9.2012 06:00 Gjald er ekki refsing Pawel Bartoszek skrifar Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Fastir pennar 28.9.2012 06:00 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Teitur Guðmundsson skrifar Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum. Fastir pennar 28.9.2012 06:00 Íslenskur veruleiki Þórður Snær júlíusson skrifar Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Fastir pennar 27.9.2012 06:00 Sendiboðaskyttirí Ólafur Þ. Stephensen skrifar Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fastir pennar 26.9.2012 06:00 Stóra borgin með litla hjartað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Fastir pennar 25.9.2012 06:00 Alþjóðlegur agi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Fastir pennar 24.9.2012 06:00 Leiftursókn gegn fylginu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Fastir pennar 24.9.2012 06:00 Rök en ekki svör Þorsteinn Pálsson skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði. Fastir pennar 22.9.2012 06:00 Subbuleg sjálftaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum. Fastir pennar 22.9.2012 00:01 "Til þjóðarinnar með þetta“ Pawel Bartoszek skrifar Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“? Fastir pennar 21.9.2012 06:00 Einkavæðing banka, taka tvö Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Fastir pennar 21.9.2012 06:00 Ástareldurinn kveiktur á ný Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt. Fastir pennar 20.9.2012 17:00 Óverjandi skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Fastir pennar 20.9.2012 06:00 Villuljósin slökkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Fastir pennar 19.9.2012 09:00 Ógöngur opinbers launakerfis Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. Fastir pennar 18.9.2012 06:00 Mannauður og mórall Teitur Guðmundsson skrifar Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. Fastir pennar 18.9.2012 06:00 Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ Fastir pennar 17.9.2012 06:00 Hagstjórnarmistök Þórður Snær Júlíusson skrifar Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Fastir pennar 17.9.2012 06:00 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 245 ›
Gegnsærri stjórnsýsla á netinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu. Fastir pennar 5.10.2012 00:30
Að tala niður gjaldeyrishöftin Pawel Bartoszek skrifar Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Fastir pennar 5.10.2012 00:30
Talað inn í tómarúmið á miðjunni Ólafur Þ. Stephensen skrifar Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“. Fastir pennar 4.10.2012 06:00
Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi? Róbert R. Spanó skrifar Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað? Fastir pennar 4.10.2012 06:00
Enginn áhugi á umbótum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. Fastir pennar 3.10.2012 06:00
Ísland er þar sem það er Magnús Halldórsson skrifar Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada. Fastir pennar 3.10.2012 00:52
Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Fastir pennar 2.10.2012 06:00
Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð Teitur Guðmundsson skrifar Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi. Fastir pennar 2.10.2012 06:00
Eftir situr sú tilfinning... Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hundrað milljónir, nei tvö hundruð milljónir – þrjú, fjögur – eða voru það fjórir milljarðar? – fimm sex sjö? Einhvers staðar dettur maður út. Forréttindafólk í laga- og bókhaldsþjónustu sem sögð er í þágu almennings rakar til sín fjárhæðum og tölurnar verða fljótlega sem stjörnur himinhvolfsins á heiðskírri nótt – óskiljanlegt ómæli – en eftir situr sú tilfinning að einhver sé að maka krókinn, Fastir pennar 1.10.2012 06:00
Keppt á grundvelli gæða Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fastir pennar 1.10.2012 06:00
Tími Jóhönnu Ólafur Stephensen skrifar Með boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stéttarfélaga. Fastir pennar 29.9.2012 06:00
Lokast báðar leiðir? Þorsteinn Pálsson skrifar Í stjórnmálum þurfa menn að hafa snotrar hugsjónir og kunna list hins mögulega. Fram undan eru ákvarðanir þar sem reynir á þessa jafnvægislist. Í húfi er val á leiðum úr efnahagskreppunni. Fastir pennar 29.9.2012 06:00
Gjald er ekki refsing Pawel Bartoszek skrifar Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Fastir pennar 28.9.2012 06:00
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Teitur Guðmundsson skrifar Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum. Fastir pennar 28.9.2012 06:00
Íslenskur veruleiki Þórður Snær júlíusson skrifar Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Fastir pennar 27.9.2012 06:00
Sendiboðaskyttirí Ólafur Þ. Stephensen skrifar Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fastir pennar 26.9.2012 06:00
Stóra borgin með litla hjartað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Fastir pennar 25.9.2012 06:00
Alþjóðlegur agi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Fastir pennar 24.9.2012 06:00
Leiftursókn gegn fylginu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Fastir pennar 24.9.2012 06:00
Rök en ekki svör Þorsteinn Pálsson skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði. Fastir pennar 22.9.2012 06:00
Subbuleg sjálftaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar Fálki sem barst Náttúrustofu Vesturlands á dögunum drapst í búri sínu eftir nokkurra daga umönnun. Í ljós kom að skotið hefði verið á fuglinn og að hann hefði drepist af sárum sínum. Fastir pennar 22.9.2012 00:01
"Til þjóðarinnar með þetta“ Pawel Bartoszek skrifar Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“? Fastir pennar 21.9.2012 06:00
Einkavæðing banka, taka tvö Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Fastir pennar 21.9.2012 06:00
Ástareldurinn kveiktur á ný Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt. Fastir pennar 20.9.2012 17:00
Óverjandi skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Fastir pennar 20.9.2012 06:00
Villuljósin slökkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Fastir pennar 19.9.2012 09:00
Ógöngur opinbers launakerfis Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. Fastir pennar 18.9.2012 06:00
Mannauður og mórall Teitur Guðmundsson skrifar Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. Fastir pennar 18.9.2012 06:00
Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ Fastir pennar 17.9.2012 06:00
Hagstjórnarmistök Þórður Snær Júlíusson skrifar Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Fastir pennar 17.9.2012 06:00