Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Á næsta ári mun Creditinfo horfa í auknum mæli til stefnu fyrirtækja í jafnréttismálum þegar kemur að vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtæki sem falla undir lög um kynjahlutfall í stjórn þurfa að fylgja þeim lögum til að geta talist Framúrskarandi fyrirtæki. Framúrskarandi fyrirtæki 5.11.2025 09:13
Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Flestir Íslendingar hætta að vinna kringum 67–70 ára aldurinn en það á þó alls ekki við um alla. Sumir finna enn djúpan tilgang, gleði og orku í starfi sínu, jafnvel löngu eftir að hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð. Margir sem halda áfram að vinna eftir sjötugt búa yfir ómetanlegri reynslu, þrautseigju og yfirvegun sem nýtist bæði viðkomandi fyrirtækjunum og samstarfsfólki þeirra. Framúrskarandi fyrirtæki 4.11.2025 09:32
Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Creditinfo afhenti Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu með pompi og prakt í Laugardalshöll 30. október. Hátt í tólf hundruð fyrirtæki komust á listann í ár. Uppfylla þaf ströng skilyrði og því ærið tilefni til að fagna. Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina. Framúrskarandi fyrirtæki 1.11.2025 08:24
Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki 30.10.2025 16:01
Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun. Framúrskarandi fyrirtæki 16.10.2025 08:30
Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Ísland hefur í sextán ár skipað efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. Ísland var jafnframt annað landið í heiminum til að festa í lög að hvorki mætti halla á konur né karla í stjórnum stórra fyrirtækja um meira en 40%. Framúrskarandi fyrirtæki 15.10.2025 08:30
Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Átta fyrirtæki á Reykjanesi sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti prýða lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2025. Það eru Hótel Keilir, Happy Campers, BLUE Car Rental, Hótel Keflavík, Kiwi veitingar (Soho), PL Veitingar (Olsen Olsen), Konvin hótel og Camper Iceland. Framúrskarandi fyrirtæki 14.10.2025 13:09
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug. Framúrskarandi fyrirtæki 14.10.2025 09:32
Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sextánda árið í röð birtir Creditinfo lista yfir þau fyrirtæki í íslensku atvinnulífi sem skara fram úr í rekstri. Til þess að hampa þeim titli þurfa fyrirtækin að standast ströng skilyrði. Creditinfo og Sýn hafa tekið höndum saman um kynningu á verkefninu til þriggja ára. Framúrskarandi fyrirtæki 1.10.2025 12:01