Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Bresk stjórnvöld eru sögð skoða að banna stjórnmálaflokkum að þiggja rafmyntir. Umbótaflokkur Nigels Farage, sem mælist stærstur í skoðanakönnunum, byrjaði að taka við styrkjum í sýndareignum fyrr á þessu ári. Erlent 2.12.2025 09:19
Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Forsvarsmenn sænsku bifreiðaframleiðendanna Volvo og Polestar hvetja yfirvöld í Brussel til að standa við bann gegn framleiðslu bensín- og dísil bíla, sem á að taka gildi 2035. Erlent 2.12.2025 08:40
„Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Borgarstjóri Pesaro á Ítalíu hefur beðið fjölskyldu stórsöngvarans Luciano Pavarotti afsökunar, eftir að skautasvell var byggt í kringum styttu af tenórnum. Erlent 2.12.2025 07:43
Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Erlent 1.12.2025 18:07
Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Þingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins krefjast nú svara við því hvort að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi gefið fyrirskipun um að skjóta alla um borð í bátum sem herinn hefur grandað á Karíbahafi. Erlent 1.12.2025 07:50
Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Rannsóknir BBC og lækna í Georgíu benda til þess að yfirvöld í landinu hafi notað efnavopn sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni gegn mótmælendum í fyrra. Erlent 1.12.2025 06:53
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. Erlent 30.11.2025 23:49
Biður forsetann um náðun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðið Isaac Herzog, forseta Ísraels, um að veita honum náðun. Netanjahú hefur verið fyrir rétti síðustu fimm ár vegna ákæru um mútur, svik og trúnaðarbrot. Erlent 30.11.2025 14:19
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. Erlent 30.11.2025 14:02
Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Erlent 30.11.2025 10:00
Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Erlent 30.11.2025 09:45
Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Fjórir hið minnsta létu lífið eftir skotárás í barnaafmæli í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Um tíu til viðbótar særðust. Erlent 30.11.2025 07:51
Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Erlent 29.11.2025 23:46
Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. Erlent 29.11.2025 23:27
Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Íslendingur í Hong Kong segir mikla sorg ríkja eftir eldsvoða í sjö íbúðaturnum. Á annað hundrað hafa fundist látnir og fólks er enn leitað í brunarústunum. Erlent 29.11.2025 20:00
Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu. Erlent 29.11.2025 15:15
Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. Erlent 29.11.2025 11:16
Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. Erlent 28.11.2025 16:34
Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. Erlent 28.11.2025 15:36
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. Erlent 28.11.2025 15:28
Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. Erlent 28.11.2025 15:01
Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Erlent 28.11.2025 13:07
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 28.11.2025 11:42
Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Erlent 28.11.2025 09:13