Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Erlent 11.3.2025 14:50
Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn. Erlent 11.3.2025 13:39
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Erlent 11.3.2025 13:02
Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila í gær eftir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur honum. Erlent 11.3.2025 06:32
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 10.3.2025 23:48
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. Erlent 10.3.2025 23:00
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. Erlent 10.3.2025 22:30
Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. Erlent 10.3.2025 20:59
Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. Erlent 10.3.2025 18:11
Lúxemborgskur prins látinn Lúxemborgski prinsinn Friðrik er látinn, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG. Erlent 10.3.2025 13:31
Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Erlent 10.3.2025 13:14
Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent. Erlent 10.3.2025 13:03
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Erlent 10.3.2025 10:25
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Erlent 10.3.2025 09:08
Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokaði ekki í viðtali sem birtist á Fox News í gær að Bandaríkjamenn horfðu fram á samdrátt í kjölfar aðgerða hans í efnahagsmálum. Erlent 10.3.2025 07:16
6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6.5 stig að stærð reið yfir í grennd við Jan Mayen um klukkan hálfþrjú í nótt. Erlent 10.3.2025 06:56
Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. Erlent 10.3.2025 06:32
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. Erlent 9.3.2025 17:42
Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. Erlent 9.3.2025 15:41
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. Erlent 9.3.2025 13:50
Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki. Erlent 9.3.2025 13:29
Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. Erlent 9.3.2025 08:41
Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi. Erlent 8.3.2025 21:54
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. Erlent 8.3.2025 19:18