Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þreyfingafundur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreyfingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður.

Erlent
Fréttamynd

Drápu tvo blaða­menn og tvo tökumenn vís­vitandi

Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði.

Erlent
Fréttamynd

Sæti Artúrs logar

Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir karl­menn stálu Labubu í tuga­tali

Hópur ungra karlmanna braust inn í leikfangaverslun í Kaliforníu á dögunum og stal nærri öllum birgðum verslunarinnar af leikfanginu Labubu. Þjófarnir tóku með sér varning að andvirði nærri 900 þúsund króna. 

Erlent
Fréttamynd

Sjaldan fleiri mót­mælt ríkis­stjórninni

Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. 

Erlent
Fréttamynd

Í­hugar að bjóða Selenskí eftir allt saman

Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump

Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Bjart­sýn á að Trump nái árangri með Pútín

Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Eig­anda Trump Burger verður sparkað úr landi

Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas.

Erlent
Fréttamynd

Mexíkó hafnar aftur her­mönnum Trumps

Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás á Times Square

Þrír eru særðir eftir að maður hóf að skjóta á hóp fólk á Times Square, fjölfarnasta torgi New york borgar, í nótt. Sautján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við málið

Erlent