Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin. Erlent 2.2.2025 08:35
Allir farþegarnir látnir Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar. Erlent 1.2.2025 21:49
Hamas lætur þrjá gísla lausa Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. Erlent 1.2.2025 10:34
Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Næstum helmingur dönsku þjóðarinnar segist þeirrar skoðunar að Danmörku stafi nú ógn af Bandaríkjunum og tæp 80 prósent segjast andvígir því að Grænlendingar gangi Bandaríkjunum á hönd. Erlent 31.1.2025 07:00
Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Búið er að ná upp tækjabúnaði úr American Airlines vélinni sem fórst í Washington á miðvikudagskvöld sem meðal annars tekur upp samtöl í flugstjórnarklefanum og skrásetur flugið sjálft. Erlent 31.1.2025 06:40
Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. Erlent 30.1.2025 20:39
Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Erlent 30.1.2025 16:02
Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Erlent 30.1.2025 14:21
Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Norska ríkisstjórnin er sprungin eftir að þingflokkur Miðflokksins ákvaða að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn í dag. Leiðtogi flokksins segist ekki vilja vilja færa Evrópusambandinu aukin völd. Erlent 30.1.2025 13:42
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. Erlent 30.1.2025 12:43
Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Erlent 30.1.2025 10:30
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Erlent 30.1.2025 09:52
Norska stjórnin gæti sprungið í dag Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Erlent 30.1.2025 08:56
Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Fjórðungur barna sem hefja undirbúningsnám í grunnskóla á Bretlandseyjum er enn í bleyjum. Þá virðast mörg þeirra skorta styrk og hreyfigetu, sem kennarar rekja til mikillar skjánotkunar. Erlent 30.1.2025 07:59
Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Erlent 30.1.2025 07:33
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. Erlent 30.1.2025 06:42
Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. Erlent 30.1.2025 06:14
Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. Erlent 29.1.2025 22:51
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Erlent 29.1.2025 21:41
Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjö norskir skíðagarpar urðu fyrir snjóflóði í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru látnir samkvæmt tilkynningu franskra yfirvalda. Erlent 29.1.2025 21:25
Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Erlent 29.1.2025 20:12
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. Erlent 29.1.2025 19:07
Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Erlent 29.1.2025 18:24
Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Erlent 29.1.2025 11:30