Erlent

Olivia Hussey er látin

Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968.

Erlent

Neyðar­á­stand í Nuuk vegna straumleysis

Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum.

Erlent

Fjöldi látinn eftir flug­slys í Suður-Kóreu

179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna.

Erlent

Minnst fimm­tán á­frýja í máli Pelicot

Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 

Erlent

Biðst af­sökunar á „hörmu­legu at­viki“

Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu.

Erlent

Íslandsvinurinn OG Maco látinn

Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði.

Erlent

„Svarta ekkjan“ fannst látin

Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“.

Erlent

Barn meðal látinna í rútuslysi

Þrír létust í rútuslysi í Noregi, þar á meðal eitt barn en ekki hefur verið borið kennsl á þá látnu. Ellefu manns voru fluttir á sjúkrahús.

Erlent

Þýska sam­bands­þingið leyst upp

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu.

Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráðherra Ind­lands látinn

Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, er látinn, 92 ára að aldri. Singh var í hópi þeirra sem hafa gegnt forsætisráðherraembættinu hvað lengst í landinu, en hann stýrði landinu á árunum 2004 til 2014 en áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra landsins.

Erlent

Hættu­lega heitir dagar fleiri og mann­skæðari en áður

Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Erlent

Rússar vara við því að hrapað sé að á­lyktunum áður en rann­sókn lýkur

Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður.

Erlent

Girnist Panama-skurðinn, Græn­land og Kanada

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum.

Erlent

Alls kyns jól um allan heim

Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag.

Erlent

Um helmingur far­þega komst lífs af

69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af.

Erlent

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Erlent