Erlent

Ná­kvæmasta kortið af Vetrar­brautinni til þessa

Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum.

Erlent

Vinna að þriggja vikna vopna­hléi á milli Ísrael og Hez­bollah

Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. 

Erlent

Selenskí varar við „kjarn­orku hörmung“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 

Erlent

Loft­á­rásum ætlað að undir­búa mögu­lega inn­rás

Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás.

Erlent

„Virkið“ Vuhledar að falli komið

Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum.

Erlent

Hútar vilja há­þróaðar stýri­flaugar frá Rússum

Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna.

Erlent

Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina

Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001.

Erlent

Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn

Öll þrjú flugmóðurskip Kína voru á dögunum saman á sjó og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar ná þessum áfanga. Stutt er í tólf ára afmæli þess að Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið í notkun og er fyrsta skipið sem þróað er og byggt í Kína í sjóprófunum.

Erlent

Enn einn leið­togi Hezbollah felldur

Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum.

Erlent

Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt

Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt.

Erlent

Um 500 látin í á­rásum Ísraela á Líbanon

Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum.

Erlent

Ætlaði sér að ráða Trump af dögum

Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur.

Erlent

Fólk flýr Beirút undan mann­skæðum á­rásum Ísraela

Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút.

Erlent