Erlent

Sel­ensk­í seg­ir Úkra­ín­u­menn þurf­a meir­i tíma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri.

Erlent

Vilja heimila lausa­­sölu getnaðar­varna­r­pillu

Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu.

Erlent

Snýr aftur úr veikinda­leyfi í ágúst

Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, mun snúa aftur úr veikindaleyfi í byrjun ágústmánaðar. Ráðherrann fór í veikindaleyfi fyrir þremur mánuðum síðan og vísaði þar til í álags.

Erlent

Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér

George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti.

Erlent

Vilja banna úti­vinnu í skæðum hita­bylgjum

Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita.

Erlent

Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð

Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans.

Erlent

Sanna Marin skilur við eiginmanninn

Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018.

Erlent

Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik

George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn.

Erlent

Blóðug átök í Pakistan

Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær.

Erlent

Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið

Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu.

Erlent

Lygni þingmaðurinn ákærður

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing.

Erlent

Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og æru­meiðingar

Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna.

Erlent

Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum.

Erlent

Imran Khan handtekinn í dómsal

Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun.

Erlent

Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi.

Erlent

Byssu­maðurinn sagður hafa að­hyllst hvíta öfga­hyggju

Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum.

Erlent

„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíba­hafi

For­sætis­ráð­herra eyja­ríkisins Sankti Vin­sent og Grenadína í Karíba­hafi segir það „absúrd“ að Karl Breta­konungur sé þjóð­höfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valda­tíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífs­tíð.

Erlent

Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið.

Erlent