Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 10:27 Antony Blinken (í forgrunni) og David Lammy (lengst til hægri) við komuna til Kænugarðs í dag. AP/Leon Neal Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum.
Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira