Erlent

Ó­vin­sæll Trudeau ætlar ekki að víkja

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum.

Erlent

Gagn­rýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fas­ista

Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi.

Erlent

Musk sagður í reglu­legum sam­skiptum við Pútín

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál.

Erlent

Leggur til að Men­endez bræðrunum verði sleppt á reynslu­lausn

Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 

Erlent

Gerðu loft­á­rásir á Kúrda í Írak og Sýr­landi

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda.

Erlent

Segir spjallþjarka bera á­byrgð á sjálfs­vígi sonar hennar

Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones.

Erlent

Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögu­lega dóms­mála­ráð­herra

Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020.

Erlent

Hótar því að banna georgísku stjórnar­and­stöðuna

Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Ein­stak­lega blóðugur“ septem­ber

Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma.

Erlent

Meiri­hluti Frakka telur lýð­ræðið ekki virka

Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu.

Erlent

Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli.

Erlent

Í­búum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá inn­rásinni

Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu.

Erlent

Fyrirburinn talinn í Belgíu

Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna.

Erlent

Box­stjórnandi sem hleypti upp Ólympíu­leikum ná­tengdur Kreml

Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum.

Erlent

Morð­rann­sókn hafin í dular­fullu máli átta ára drengs

Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur.

Erlent