Erlent Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Erlent 25.2.2023 08:18 Hætta við að breyta bókunum Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Erlent 25.2.2023 07:00 Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Erlent 24.2.2023 15:05 Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. Erlent 24.2.2023 14:57 Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Erlent 24.2.2023 11:49 Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. Erlent 24.2.2023 10:48 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Erlent 24.2.2023 08:54 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31 Fyrsti bylur Los Angeles í 34 ár Í fyrsta sinn í 34 ár er byl spáð í Los Angeles. Veðurfræðingar í borginni voru forviða í fjölmiðlum í vikunni þar sem þeir höfðu aldrei nokkurn tímann séð slíka viðvörun á ferli sínum. Erlent 24.2.2023 07:51 Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. Erlent 24.2.2023 06:00 Fordæma innrásina einu ári síðar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi í dag atkvæði um að fordæma innrás Rússa í Úkraínu. Ályktunin var samþykkt með afgerandi meirihluta. Kína var á meðal þjóða sem sat hjá. Erlent 23.2.2023 23:00 Sextán ár bætast við dóm Weinstein Nauðgarinn og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi, til viðbótar við þann 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú. Erlent 23.2.2023 20:14 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. Erlent 23.2.2023 19:53 R. Kelly fær annan þungan fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Erlent 23.2.2023 19:23 Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Erlent 23.2.2023 18:15 Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 23.2.2023 14:14 Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Erlent 23.2.2023 11:04 Tugir fastir í námu í Kína Tæplega fimmtíu námumenn eru nú fastir í námu í norðurhluta Kína eftir að skriða rann úr hlíð ofan í námuna. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið. Erlent 23.2.2023 09:43 ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Erlent 23.2.2023 09:12 Eldflaugaregn eftir blóðuga rassíu á Vesturbakkanum Ísraelsher segir að herskáir Palestínumenn hafi skotið sex eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael í nótt. Svo virðist sem að eldflaugaárásirnar séu svar við blóðugri rassíu Ísraela sem urðu ellefu Palestínumönnum að bana á Vesturbakkanum í gær. Erlent 23.2.2023 08:44 Fréttamaður og ung stúlka myrt nærri vettvangi annars morðs Bandarískur sjónvarpsfréttamaður og níu ára stúlka hafa verið skotin til bana í nágrenni Orlando í Flórída, nærri vettvangi annars morðs sem hafði verið framið fáeinum klukkustundum fyrr. Sami maðurinn er grunaður um árásirnar. Erlent 23.2.2023 07:52 Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. Erlent 23.2.2023 07:28 Guterres fordæmir framferði Rússa Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar. Erlent 23.2.2023 07:14 Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. Erlent 23.2.2023 06:20 Tók sjálfu yfir njósnabelgnum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinbera svokallaða „sjálfu“ (e. selfie) flugmanns sem tekin var fyrir ofan kínverska njósnabelginn sem var skotinn niður á dögunum. Erlent 22.2.2023 23:47 Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22.2.2023 21:13 Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Erlent 22.2.2023 19:05 Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Erlent 22.2.2023 15:46 Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. Erlent 22.2.2023 13:31 Stakk kennarann sinn til bana Nemandi í menntaskóla í bænum Saint-Jean-de-Luz stakk í dag spænskukennarann sinn til bana. Nemandinn hefur verið handtekinn. Erlent 22.2.2023 11:38 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 334 ›
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Erlent 25.2.2023 08:18
Hætta við að breyta bókunum Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Erlent 25.2.2023 07:00
Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Erlent 24.2.2023 15:05
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. Erlent 24.2.2023 14:57
Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Erlent 24.2.2023 11:49
Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. Erlent 24.2.2023 10:48
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Erlent 24.2.2023 08:54
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31
Fyrsti bylur Los Angeles í 34 ár Í fyrsta sinn í 34 ár er byl spáð í Los Angeles. Veðurfræðingar í borginni voru forviða í fjölmiðlum í vikunni þar sem þeir höfðu aldrei nokkurn tímann séð slíka viðvörun á ferli sínum. Erlent 24.2.2023 07:51
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. Erlent 24.2.2023 06:00
Fordæma innrásina einu ári síðar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi í dag atkvæði um að fordæma innrás Rússa í Úkraínu. Ályktunin var samþykkt með afgerandi meirihluta. Kína var á meðal þjóða sem sat hjá. Erlent 23.2.2023 23:00
Sextán ár bætast við dóm Weinstein Nauðgarinn og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi, til viðbótar við þann 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú. Erlent 23.2.2023 20:14
Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. Erlent 23.2.2023 19:53
R. Kelly fær annan þungan fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Erlent 23.2.2023 19:23
Nýjar upplýsingar varpa ljósi á orsök lestarslyssins Hjólalega lestar sem fór út af sporinu í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum er talin hafa ofhitnað. Starfsmenn um borð fengu viðvörun um mögulega ofhitnun og reyndu að hægja á lestinni sem að lokum fór út af sporinu. Erlent 23.2.2023 18:15
Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 23.2.2023 14:14
Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Erlent 23.2.2023 11:04
Tugir fastir í námu í Kína Tæplega fimmtíu námumenn eru nú fastir í námu í norðurhluta Kína eftir að skriða rann úr hlíð ofan í námuna. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið. Erlent 23.2.2023 09:43
ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Erlent 23.2.2023 09:12
Eldflaugaregn eftir blóðuga rassíu á Vesturbakkanum Ísraelsher segir að herskáir Palestínumenn hafi skotið sex eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael í nótt. Svo virðist sem að eldflaugaárásirnar séu svar við blóðugri rassíu Ísraela sem urðu ellefu Palestínumönnum að bana á Vesturbakkanum í gær. Erlent 23.2.2023 08:44
Fréttamaður og ung stúlka myrt nærri vettvangi annars morðs Bandarískur sjónvarpsfréttamaður og níu ára stúlka hafa verið skotin til bana í nágrenni Orlando í Flórída, nærri vettvangi annars morðs sem hafði verið framið fáeinum klukkustundum fyrr. Sami maðurinn er grunaður um árásirnar. Erlent 23.2.2023 07:52
Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. Erlent 23.2.2023 07:28
Guterres fordæmir framferði Rússa Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar. Erlent 23.2.2023 07:14
Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. Erlent 23.2.2023 06:20
Tók sjálfu yfir njósnabelgnum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinbera svokallaða „sjálfu“ (e. selfie) flugmanns sem tekin var fyrir ofan kínverska njósnabelginn sem var skotinn niður á dögunum. Erlent 22.2.2023 23:47
Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22.2.2023 21:13
Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Erlent 22.2.2023 19:05
Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Erlent 22.2.2023 15:46
Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. Erlent 22.2.2023 13:31
Stakk kennarann sinn til bana Nemandi í menntaskóla í bænum Saint-Jean-de-Luz stakk í dag spænskukennarann sinn til bana. Nemandinn hefur verið handtekinn. Erlent 22.2.2023 11:38