Erlent Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Erlent 19.6.2022 08:58 Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Erlent 19.6.2022 08:58 Uffe Ellemann-Jensen látinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést. Erlent 19.6.2022 08:21 Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Erlent 18.6.2022 23:26 Biden datt af hjóli Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, datt af hjóli sínu í Delaware í dag. Ekki virðist forsetinn hafa hlotið nein meðsli af en nokkur hræðsla virðist hafa gripið um sig á staðnum enda forsetinn kominn á virðulegan aldur. Erlent 18.6.2022 16:11 Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Erlent 18.6.2022 14:31 Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 18.6.2022 12:45 Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Erlent 17.6.2022 16:54 Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Erlent 17.6.2022 14:34 Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Erlent 17.6.2022 13:53 Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. Erlent 17.6.2022 11:06 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 17.6.2022 09:33 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Erlent 17.6.2022 08:58 Grunnbúðir Everest færðar vegna hverfandi jökuls Yfirvöld í Nepal hafa hafið undirbúning á tilfærslu grunnbúðanna við Everestfjall. Að sögn yfirvalda er það vegna þess að búðirnar eru orðnar hættulegar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og ágangs manna á svæðinu. Erlent 17.6.2022 08:19 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. Erlent 16.6.2022 23:20 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. Erlent 16.6.2022 21:39 Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. Erlent 16.6.2022 10:11 Vaktin: Leiðtogar Evrópuþjóðanna vilja Úkraínu í ESB Þrír valdamestu leiðtogar Evrópusambandsins, forseti Frakklands, kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu mættu í heimsókn til Kænugarðs í nótt til að ræða við Volodomir Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 16.6.2022 07:54 Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Erlent 16.6.2022 07:54 Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. Erlent 15.6.2022 23:29 Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Erlent 15.6.2022 22:12 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15.6.2022 18:46 Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Erlent 15.6.2022 17:54 Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Erlent 15.6.2022 16:09 Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Erlent 15.6.2022 12:29 Fordæmalaus flóð í Yellowstone Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Erlent 15.6.2022 11:10 49 ára kona ákærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn. Erlent 15.6.2022 11:08 Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. Erlent 15.6.2022 09:52 Handtaka annan mann vegna hvarfs breska blaðamannsins Bróðir mannsins sem handtekinn var á dögunum vegna hvarfsins á breskum blaðamanni og brasilískum samferðamanni hans, var einnig handtekinn í gær. Erlent 15.6.2022 08:49 Svisslendingar loka lofthelginni vegna tölvubilunar Flugmálayfirvöld í Sviss lokuðu lofthelgi landsins tímabundið vegna tölvubilunar í nótt og hefur flugferðum til og frá flugvöllum í landinu verið aflýst. Erlent 15.6.2022 07:33 « ‹ 265 266 267 268 269 270 271 272 273 … 334 ›
Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Erlent 19.6.2022 08:58
Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Erlent 19.6.2022 08:58
Uffe Ellemann-Jensen látinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést. Erlent 19.6.2022 08:21
Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Erlent 18.6.2022 23:26
Biden datt af hjóli Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, datt af hjóli sínu í Delaware í dag. Ekki virðist forsetinn hafa hlotið nein meðsli af en nokkur hræðsla virðist hafa gripið um sig á staðnum enda forsetinn kominn á virðulegan aldur. Erlent 18.6.2022 16:11
Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Erlent 18.6.2022 14:31
Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 18.6.2022 12:45
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Erlent 17.6.2022 16:54
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Erlent 17.6.2022 14:34
Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Erlent 17.6.2022 13:53
Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. Erlent 17.6.2022 11:06
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 17.6.2022 09:33
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Erlent 17.6.2022 08:58
Grunnbúðir Everest færðar vegna hverfandi jökuls Yfirvöld í Nepal hafa hafið undirbúning á tilfærslu grunnbúðanna við Everestfjall. Að sögn yfirvalda er það vegna þess að búðirnar eru orðnar hættulegar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og ágangs manna á svæðinu. Erlent 17.6.2022 08:19
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. Erlent 16.6.2022 23:20
Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. Erlent 16.6.2022 21:39
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. Erlent 16.6.2022 10:11
Vaktin: Leiðtogar Evrópuþjóðanna vilja Úkraínu í ESB Þrír valdamestu leiðtogar Evrópusambandsins, forseti Frakklands, kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu mættu í heimsókn til Kænugarðs í nótt til að ræða við Volodomir Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 16.6.2022 07:54
Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Erlent 16.6.2022 07:54
Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. Erlent 15.6.2022 23:29
Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Erlent 15.6.2022 22:12
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15.6.2022 18:46
Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Erlent 15.6.2022 17:54
Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Erlent 15.6.2022 16:09
Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Erlent 15.6.2022 12:29
Fordæmalaus flóð í Yellowstone Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Erlent 15.6.2022 11:10
49 ára kona ákærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn. Erlent 15.6.2022 11:08
Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. Erlent 15.6.2022 09:52
Handtaka annan mann vegna hvarfs breska blaðamannsins Bróðir mannsins sem handtekinn var á dögunum vegna hvarfsins á breskum blaðamanni og brasilískum samferðamanni hans, var einnig handtekinn í gær. Erlent 15.6.2022 08:49
Svisslendingar loka lofthelginni vegna tölvubilunar Flugmálayfirvöld í Sviss lokuðu lofthelgi landsins tímabundið vegna tölvubilunar í nótt og hefur flugferðum til og frá flugvöllum í landinu verið aflýst. Erlent 15.6.2022 07:33