Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 22:46 Alderney eyjan hefur yfir að búa gríðarlegri náttúrufegurð. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni. Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni.
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent