Erlent

Vara við því að milljón af­gönsk börn deyi úr hungri í vetur

Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

Erlent

Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið

Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist.

Erlent

Meira en tíu þúsund ó­míkron-smitaðir í Bret­landi

Enn eru met slegin í fjölda kórónu­veiru­smita í Bret­landi. Borgar­stjóri Lundúna hefur nú lýst yfir alvarlegu ástandi (e. major incident). Yfir 93.000 manns greindust með kórónu­veiruna í Bret­landi landi í gær og fjöldi ó­míkron-smitaðra er kominn upp í tíu þúsund.

Erlent

Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu

Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar.

Erlent

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Erlent

Maxwell neitaði að bera vitni

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell.

Erlent

Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar

Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum.

Erlent

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Erlent

27 látnir og lögreglu grunar íkveikju

Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði.

Erlent

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Erlent

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent