Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 07:54 Áhrif Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins, eru sögð hafa aukist mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. AP/Sergei Ilnitsky Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24