Innlent

Hraunkælingin ekki gengið snurðu­laust fyrir sig

Slökkviliðsmenn á vegum Brunavarna Suðurnesja voru í nótt að dæla vatni á hraun við varnargarðinn við Svartsengi. Kælingin hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig þar sem upp komu vandræði með vatnsþrýstinginn.

Innlent

Sex vatns­afls­virkjanir á leið í nýtingarflokk

Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk.

Innlent

„Það er þetta við­varandi ó­lög­mæti“

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega.

Innlent

„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“

Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið.

Innlent

Slökkvi­lið undir­býr hraunkælingu við varnar­garð við Svarts­engi

Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973.

Innlent

Öryggis­búnaður ekki til staðar í tugum leigu­bíla

Öryggisbúnað skorti í leigubíla hjá tugum leigubílstjóra sem lögreglan hafði eftirlit með um helgina. Einhverjir þeirra leigubílstjóra sem lögreglan talaði við óku án leyfis og einn leigubílstjóri ók á ökutæki sem ekki var skráð sem leigubíll.

Innlent

Heilsaði upp á meint fórnar­lömb sín

Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða.

Innlent

Tæp­lega fimm­tíu leigu­bíl­stjórar eiga von á kæru

Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 

Innlent

Fjár­mála­ráð­herra hafi slátrað eigin samgönguáætlun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega.

Innlent

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Innlent

Eld­gosið stöðugt og gosmengun til norðurs

Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun.

Innlent

Van­trausts­til­laga lögð fram

Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun.

Innlent

Sá sæng sína upp reidda

Ekkert verður af hrefnuveiðum Þórs Steinars Lárussonar næsta árið sem hann hefur leyfi til að veiða hrefnur yfirleitt. Hann þarf leyfi til fleiri ára, annars óttast hann að brenna inni með allan kostnað.

Innlent

„Þetta setur okkur í svo­lítið ein­kenni­lega stöðu“

Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla.

Innlent