Innlent

Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum

Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Staðsetning jarðskjálftans í Vatnafjöllum á korti Veðurstofu Íslands.
Staðsetning jarðskjálftans í Vatnafjöllum á korti Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar.

Veðurstofan segir í tilkynningu að henni hafi borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Hann var skráður á jarðskjálftamælum klukkan 13:59. Upptök hans voru rúman kílómetra suðvestur af Vatnafjöllum á um 6,3 kílómetra dýpi.

Síðasti stóri skjálfti á þessu svæði var 2,6 á svipuðum stað í janúar.

Vatnafjöll eru stundum talin hluti af Heklukerfinu. Aldarfjórðungur er frá því að Hekla gaus síðast.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eðlilegar hreyfingar á þessu svæði, algengt sé að skjálftar verði þar öðru hverju. Engin hætta sé á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×