Innlent

Um­deilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“

Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. 

Innlent

„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“

Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan.

Innlent

Skúli skipaður hæsta­réttar­dómari

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst.

Innlent

„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera ein­hverjir hrottar“

Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 

Innlent

Elds­voði í bíl­skúr í Kópa­vogi

Fjórir slökkvibílar og þrír sjúkrabílar voru kallaðir út upp úr klukkan tíu í dag vegna eldsvoða í Vatnsendahvarfi í Kópavogi. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en slökkvistarf tók innan við klukkutíma.

Innlent

Hræðist að ís­lenskan hljóti sömu ör­lög og geir­fuglinn

„Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“

Innlent

Svalir við það að fjúka af húsi í ó­veðrinu

„Veðrið setti strik í ferðir fólks í gærkvöldi og nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu um verkefni slysavarnafélagsins síðastliðinn sólarhring en vont veður hefur verið víða um landið. Að sögn Jóns Þórs var veðrið verst á norð- austur horninu.

Innlent

Davíð Þór hættir og Ei­ríkur nýr vara­for­seti

Á fundi Landsréttardómara þann 23. maí 2024 var Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar frá 1. september 2024 til 1. ágúst 2027. Hann tekur við sem varaforseti af Davíð Þór Björgvinssyni Landsréttardómara, sem lætur af störfum að eigin ósk.

Innlent

Icelandair misþyrmi ís­lenskri tungu

Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins.

Innlent

Stórar og flóknar til­finningar sem að­stand­endur glíma við

„Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur.

Innlent

Lokun ungmennahúss blaut tuska í and­lit hafn­firskra ung­menna

Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg.

Innlent

Sakar ríkis­stjórnina um vanfjármögnun lög­reglunnar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa.

Innlent

Segir sam­starfið vera að þurrka flokkinn út

Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum.

Innlent

Dregið úr happ­drætti Ástþórs

Dregið var í dag úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en Ástþór segist ekki vita hvort nokkur hafi hreppt stærsta vinninginn, sem var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3.

Innlent

Fæddist með einn fót og Ung­frú Ís­land næst á dag­skrá

18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar.

Innlent