Innlent

Slökktu eld í í­búð í fjöl­býlis­húsi í Breið­holti

Kjartan Kjartansson skrifar
Eldurinn kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Myndin er úr safni.
Eldurinn kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera.

Útkallið barst nú á milli klukkan átta og níu í morgun. Slökkvibílar af öllum stöðvum voru í fyrstu kallaðir út en á endanum sinnti ein stöð verkefninu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Hann hafði ekki upplýsingar um í hverju kviknaði en sagði að eldurinn hefði verið bundinn við eina íbúð í fjölbýlishúsi. Ekki sé talið að neinn hafi verið í hættu vegna eldsins. Slökkviliðsmenn ynnu nú að því að reykræsta eftir að eldurinn var slökktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×