Innlent

Fast­eigna­mat sumar­bú­staða hækkar mest

Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. 

Innlent

Mynda­syrpa: Vegurinn endar í hrauninu

Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu.

Innlent

Ekki verði hægt að lauma gullhúðun í lög

Starfshópur utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna hyggst leggja til að breytingar verði gerðar á verklagi við vinnslu stjórnarfrumvarpa til innleiðingar á Evrópureglum, þannig að bæði hagsmunaaðilar og alþingismenn séu rækilega upplýstir um það strax á fyrstu stigum lagasetningar ef stjórnvöld bæta innlendum reglum við EES-löggjöfina.

Innlent

Katrín með mikið for­skot í nýrri könnun

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent.

Innlent

Enn bætir Mið­flokkurinn við sig

Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu.

Innlent

Sex fram­bjóð­endur senda kröfubréf til Stöðvar 2

Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu.

Innlent

Katrín og Halla Tómas­dóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum.

Innlent

Segir enn svig­rúm til að taka fram úr Katrínu

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur.

Innlent

Setuverkfall í utan­ríkis­ráðu­neytinu

Setuverkfall stendur yfir í utanríkisráðuneytinu þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins. Yfirskrift mótmælanna er aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar þjóðarmorð á Gaza. Mótmælandi segir stefnuna að trufla störf yfirvalda þar til þau bregðist við. 

Innlent

Lentu í Minneapolis vegna bilunar

Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið.

Innlent