„Áskorunin er úrræðaleysið“ Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. júní 2025 19:57 Mest fjölgaði tilkynningum til barna vegna fíkniefnanotkunar. Getty Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“ Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“
Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira