Innlent Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. Innlent 24.3.2024 09:38 Búvörulög, orkumál og réttindi fatlaðra í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 24.3.2024 09:08 Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Innlent 24.3.2024 08:44 Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Innlent 24.3.2024 08:05 Innbrot til rannsóknar eftir nóttina Lögregla hefur til rannsóknar tvö innbrot eftir nóttina. Eitt á skemmtistað og annað í verslun. Innlent 24.3.2024 07:36 Myndir af eldstöðvunum úr lofti Enn gýs í Sundhnúkagígum og hraunið er orðið hærra en varnargarðarnir sums staðar við Grindavík. Eldstrókarnir sem teygja sig upp í næturhimininn eru sannarlega sjón að sjá. Innlent 23.3.2024 22:47 Vann tæpar níu milljónir í Lottó Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottódrætti kvöldsins og fær hann rúmar 8,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottóappinu. Innlent 23.3.2024 20:54 Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. Innlent 23.3.2024 20:19 Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Innlent 23.3.2024 20:02 Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Innlent 23.3.2024 19:41 Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Innlent 23.3.2024 18:40 Varað við gasmengun í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum varar við hugsanlegri gasmengun í Reykjanesbæ vegna breytilegri vindátt í kvöld. Mælt sé með því að fólk í viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkvi á loftræstingu. Innlent 23.3.2024 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. Innlent 23.3.2024 18:01 „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Innlent 23.3.2024 17:56 Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Innlent 23.3.2024 17:17 „Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Innlent 23.3.2024 17:00 Margrét Friðriks safnar undirskriftum til að kanna áhugann Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is er á lista yfir þá einstaklinga sem safna undirskriftum fyrir forsetaframboð. Hún segist með því vera að kanna áhugann fyrir forsetaframboði hennar. Innlent 23.3.2024 14:53 Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. Innlent 23.3.2024 14:25 Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Innlent 23.3.2024 14:12 Bílastæði uppbókuð yfir páskana Langtímastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nú uppbókuð fram yfir páskana. Það er því ekki hægt að ferðast bílleiðis á völlinn og fá bílastæði nema stæðið hafi verið bókað fyrirfram. Innlent 23.3.2024 13:45 Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Innlent 23.3.2024 12:15 Bjarnheiður hættir sem formaður SAF Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. Innlent 23.3.2024 11:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku. Innlent 23.3.2024 11:41 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Innlent 23.3.2024 11:37 Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. Innlent 23.3.2024 11:26 Svipaður kraftur og varnargarðar halda enn „Varnargarðarnir halda þessu enn þá og beina hrauni frá byggð. Hraunið hefur mest verið að þykkna.“ Innlent 23.3.2024 10:46 Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. Innlent 23.3.2024 10:08 Holtavörðuheiði lokuð vegna veðurs Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs. Innlent 23.3.2024 09:11 Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. Innlent 23.3.2024 09:03 Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Innlent 23.3.2024 08:31 « ‹ 237 238 239 240 241 242 243 244 245 … 334 ›
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. Innlent 24.3.2024 09:38
Búvörulög, orkumál og réttindi fatlaðra í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 24.3.2024 09:08
Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Innlent 24.3.2024 08:44
Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Innlent 24.3.2024 08:05
Innbrot til rannsóknar eftir nóttina Lögregla hefur til rannsóknar tvö innbrot eftir nóttina. Eitt á skemmtistað og annað í verslun. Innlent 24.3.2024 07:36
Myndir af eldstöðvunum úr lofti Enn gýs í Sundhnúkagígum og hraunið er orðið hærra en varnargarðarnir sums staðar við Grindavík. Eldstrókarnir sem teygja sig upp í næturhimininn eru sannarlega sjón að sjá. Innlent 23.3.2024 22:47
Vann tæpar níu milljónir í Lottó Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottódrætti kvöldsins og fær hann rúmar 8,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottóappinu. Innlent 23.3.2024 20:54
Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. Innlent 23.3.2024 20:19
Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Innlent 23.3.2024 20:02
Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Innlent 23.3.2024 19:41
Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Innlent 23.3.2024 18:40
Varað við gasmengun í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum varar við hugsanlegri gasmengun í Reykjanesbæ vegna breytilegri vindátt í kvöld. Mælt sé með því að fólk í viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkvi á loftræstingu. Innlent 23.3.2024 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. Innlent 23.3.2024 18:01
„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Innlent 23.3.2024 17:56
Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Innlent 23.3.2024 17:17
„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Innlent 23.3.2024 17:00
Margrét Friðriks safnar undirskriftum til að kanna áhugann Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is er á lista yfir þá einstaklinga sem safna undirskriftum fyrir forsetaframboð. Hún segist með því vera að kanna áhugann fyrir forsetaframboði hennar. Innlent 23.3.2024 14:53
Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. Innlent 23.3.2024 14:25
Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Innlent 23.3.2024 14:12
Bílastæði uppbókuð yfir páskana Langtímastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nú uppbókuð fram yfir páskana. Það er því ekki hægt að ferðast bílleiðis á völlinn og fá bílastæði nema stæðið hafi verið bókað fyrirfram. Innlent 23.3.2024 13:45
Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Innlent 23.3.2024 12:15
Bjarnheiður hættir sem formaður SAF Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. Innlent 23.3.2024 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku. Innlent 23.3.2024 11:41
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Innlent 23.3.2024 11:37
Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. Innlent 23.3.2024 11:26
Svipaður kraftur og varnargarðar halda enn „Varnargarðarnir halda þessu enn þá og beina hrauni frá byggð. Hraunið hefur mest verið að þykkna.“ Innlent 23.3.2024 10:46
Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. Innlent 23.3.2024 10:08
Holtavörðuheiði lokuð vegna veðurs Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs. Innlent 23.3.2024 09:11
Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. Innlent 23.3.2024 09:03
Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Innlent 23.3.2024 08:31