„Þetta er mjög þungt og erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2025 14:40 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þunga og erfiða stemmningu á skrifstofum fyrirtækisins eftir að fimm flugumferðarstjórum var sagt upp störfum í morgun vegna brota í starfi. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Það er til rannsóknar hjá Samgöngustofu. Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“ Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“
Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði