Þekkir ekki eina stelpu sem ekki hefur verið áreitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 22:48 Ókunnugur maður veitti Freyju Sofie Gunnarsdóttur eftirför þegar hún var á leið heim úr vinnunni á Austurstræti klukkan hálfsex að morgni. Stöð 2 Ung kona sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna. Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“ Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“
Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira