Bað um 12 milljónir til að halda tónlistarhátíð í öðru sveitarfélagi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 12:10 Jökull Júlíusson er söngvari Kaleo. Hann fær ekki styrk frá Akureyri til að halda tónlistarhátíð hinu megin við Eyjafjörðinn. Vísir/Viktor Freyr Félagið Melody Man ehf., sem er í eigu Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, fær ekki fjárstuðning frá Akureyrarbæ til þess að halda tónlistarviðburð í Vaglaskógi í sumar. Umsókn um 12 milljóna króna styrk frá bænum var hafnað af bæjarráði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit. Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit.
Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira