Innlent

Þröng á þingi í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal.

Innlent

„Það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnar­hraða“

Anton Sveinn McKee segir dauða föður síns hafa gjörbreytt lífi sínu og sýn sinni á tilveruna. Anton, sem er gestur í nýjasta þætti podcasts Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að kafa djúpt til að finna aftur vonarneistann, en hann er sannfærður um að það sé undir okkur sjálfum komið að finna fegurðina í tilverunnni, sama hvað bjátar á.

Innlent

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjósk­á

Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemmningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn.

Innlent

„Ef ég væri kóngur myndi ég heita Valtýr sau­tjándi“

„Ef ég væri kóngur myndi ég heita Valtýr sautjándi,“ segir Valtýr Þór Hreiðars­son rekstrarhagfræðingur í samtali við Vísi en hann hefur skipað sautjánda sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu þrjár alþingiskosningar og eru alþingiskosningarnar þann 30. nóvember engin undantekning frá því.

Innlent

Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp

„Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“

Innlent

Reyk­víkingur ársins leiðir listann á­samt Ragnari

Marta Wieczorek, grunnskólakennari og Reykvíkingur ársins 2024, mun skipa annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur skipar þriðja sæti listans fyrir þingkosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, leiðir listann.

Innlent

Sjá mikil bata­merki eftir háþrýstimeðferð

Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. 

Innlent

Treystir Bjarna betur en öðrum for­ystu­mönnum

„Varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég treysti Bjarna Benediktssyni miklu betur en forystumönnum hinna flokkanna. Jú jú ég veit alveg að ég bauð mig fram á landsfundi og sé ekkert eftir því en það breytir engu um það að ef ég á að velja hér einstakling til þess að leiða ríkisstjórn þá vel ég Bjarna án nokkurs vafa.“

Innlent

Skólarnir eigi að hjálpa nem­endum að ná árangri og vera jöfnunar­tæki

„Það er skylda okkar, sem fáum það traust að mennta æsku Íslands, að hjálpa nemendum ná sem allra mestum árangri eins og kostur er. Skólar eru jöfnunartæki, það ætti enginn að líða fyrir stétt eða stöðu sína því að allir nemendur skipta máli og allir nemendur ættu að hafa eins jöfn tækifæri eftir 10 ára skyldunám sem mögulegt er.“

Innlent

Selenskí kemur til Ís­lands á morgun

Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Innlent

Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum.

Innlent

Allt á floti á Auto í nótt

Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma.

Innlent

Ó­heppi­legt en ekki ó­venju­legt

Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út.

Innlent

Út­hugsuð strategía eða al­var­legt reynslu­leysi hjá Krist­rúnu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum.

Innlent

Sig­mundur og Þor­grímur leiða í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins og Þorgrímur Sigmundsson, verktaki skipa efstu sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Næst á lista eru Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi og Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms og starfsráðgjöf.

Innlent