„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Innlent 3.9.2025 22:43
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. Innlent 3.9.2025 21:40
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Innlent 3.9.2025 20:58
Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Innlent 3.9.2025 18:01
„Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram. Innlent 3.9.2025 16:34
Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3.9.2025 16:08
Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur borist ein tilkynning um meint kynferðisbrot sem átti sér stað í umdæmi hennar á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóð yfir um verslunarmannahelgina. Innlent 3.9.2025 15:38
Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Innlent 3.9.2025 15:30
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29
Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Innlent 3.9.2025 15:02
Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafði með því umtalsverða fjármuni af fólkinu. Innlent 3.9.2025 15:00
Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. Innlent 3.9.2025 14:37
Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna eftir að hnífur var dreginn á loft í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi. Sá sem dró upp hnífinn lagði til þriðja manns en náði ekki að stinga hann. Innlent 3.9.2025 14:17
Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Innlent 3.9.2025 14:09
Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Innlent 3.9.2025 12:00
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49
Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Í hádegisfréttum fjöllum við um fund sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra situr í Kaupmannahöfn í dag. Innlent 3.9.2025 11:41
Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Rúmlega fjögur hundruð sprengjusérfræðingar frá átján löndum hafa í vikunni streymt til landsins vegna árlegrar sprengjueyðingaræfingar. Íslendingar munu verða varir við ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og frá Reykjanesi að Hvalfirði. Innlent 3.9.2025 11:28
Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Ljósabekkjanotkun veldur fleiri húðkrabbameinum en sígarettureykingar valda lungnakrabba að sögn Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur húðlæknir. Hún vill sjá enn harðari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ljósabekkjanotkun, til dæmis með skattlagningu en helst banni. Innlent 3.9.2025 08:47
Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir fund með Selenskí Úkraínuforseta og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur ásamt öðrum leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Kaupmannahöfn í dag. Innlent 3.9.2025 08:30
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. Innlent 3.9.2025 07:37
Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í Seljahverfinu í gærkvöldi eða nótt. Gerendur flúðu af vettvangi eftir að tilkynnt var um árásina. Innlent 3.9.2025 06:21
Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Innlent 2.9.2025 23:56
Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 2.9.2025 23:12
Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. Innlent 2.9.2025 23:00